Connect with us

Fréttir

Flutningabíll nærri farinn fram af – Ódrjúgsháls er í 160 metra hæð yfir sjó 

Sett inn:

þann

Myndina af flutningabílnum sem að var næstum farinn fram af brúninni á ódrjúgulshálsi, birti Eidur B. Thoroddsen á facebooksíðu sinni ,,Ódrjúgsháls í dag.”

En hann hefur unnið við vegagerð á Vestfjörðum í marga áratugi. 

Hér sést bíllinn vega salt á brúninni, engu mátti muna

Ódrjúgsháls er í 160 metra hæð yfir sjó 

Ljóst er að mun verr hefið getað farið og jafnvel getað endað með alvarlegu slysi ef bíllinn hefði farið fram af, en hann vegur salt á brúninni og afturdekk hans eru á lofti, það mátti alls engu muna að bíllinn steyptist fram af.

Bifreiðar sem að hafa þurft að fara yfir Ódrjúgsháls s.l. áratugi hafa margir hverjir lent í miklum háska og hefur leiðin m.a. verið vegatálmi fyrir samgöngur vestur á firði.

Deilur hafa staðið í yfir áratug um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit í Austur-Barðarstrandarsýslu. Um er að ræða rúmlega 15 kílómetra kafla Vestfjarðavegar, sem Vegagerðin vill leggja um Teigsskóg með svokallaðri leið B frá Þorskafirði og vestur fyrir Gufufjörð.

Breytingar á vegakerfinu hafa strandað á deilum vegna veglagningar um Teigskóg en jarðeigendur þar eru á móti því að vegur verði lagður um skóginn sem að samanstendur af ca. meters háum birkihríslum að meðaltali. Eins og eru um alla Barðastrandasýlsu og er ekki skógur í þeirri mynd að þar séu hávaxin tré sem að þurfi að fella til að ryðja leið um “skóginn.”

Nærri 90% Vestfirðinga styðja veg um Teigsskóg

Hvorki meira né minna en 88,3% svarenda í könnun Gallup voru fylgjandi tillögu Vegagerðar ríkisins um lagningu nýs vegar í Gufudalssveit.

Svonefnda Þ-H leið, sem á að liggja að hluta til um Teigsskóg í Þorskafirði, en 6,4% eru andvígir (5,2% svara hvorki né). En eigendur jarðanna standa enn í vegi fyrir lagningu vegarins.

Nærri 90% Vestfirðinga styðja veg um Teigsskóg

Fjölsóttur fundur á Reykhólum

REYKHÓLAR: GILDISHLAÐIÐ ÁLIT VIAPLAN

 

Athugasemndir
Lesa meira