Connect with us

Fréttir

Slydda eða snjókoma með köflum á suðvestur og vestanlandi

Sett inn:

þann

Veðurhorfur á landinu

Austan 8-15 m/s í kvöld. Rigning eða slydda SA-lands, annars dálítil snjókoma. Hægari vindur og stöku él á SV-landi.
Víða austan 8-13 á morgun, en 13-18 við SA-ströndina fram yfir hádegi. Él um landið A-vert og slydda eða snjókoma með köflum SV- og V-lands, en þurrt á NV-landi. Hiti um eða undir frostmarki í nótt, en yfirleitt 0 til 5 stiga hiti á morgun.
Spá gerð: 13.03.2019 21:07. Gildir til: 15.03.2019 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg suðlæg átt og stöku él. Suðaustan 3-8 og slydda eða snjókoma með köflum á morgun. Vægt frost í nótt, en hiti 0 til 4 stig á morgun.
Spá gerð: 13.03.2019 21:15. Gildir til: 15.03.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Austan 5-13, en heldur hvassara við suðausturströndina. Él við suður og austurströndina, annars yfirleitt úrkomulítið. Vægt frost, en yfirleitt frostlaust við ströndina yfir hádaginn.

Á laugardag:
Austanátt, 5-13 m/s. Skýjað með köflum og dálítil él A-lands í f yrstu. Hiti 0 til4 stig S-til á landinu að deginum, en víða 0 til 5 stiga frost annars staðar.

Á sunnudag:
Sunnanátt og slydda eða snjókoma með köflum, en þurrt A-lands. Hiti nálægt frostmarki.

Á mánudag:
Allhvöss sunnanátt og rigning, en þurrt NA-til á landinu. Hlýnandi í bili.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðvestanátt og él, en léttskýjað A-lands. Hiti um frostmark.
Spá gerð: 13.03.2019 20:28. Gildir til: 20.03.2019 12:00.

Athugasemndir
Lesa meira