Connect with us

Erlent

20 gjaldþrot á 19 árum og 500 milljóna tap á s.l. fimm árum og hvergi hættur

Sett inn:

þann

Í dag segist Vidar Jensen vinna að fullum krafti að nýjum verkefnum, bæði í Noregi og erlendis

Í lok nóvember hafði blaðamaður í Noregi uppi á Mariusi Vidari Jensen, 46 ára athafnamanni í Noregi í anddyrinu á Quality Hotel í Tønsberg í suður Noregi. Hann hefur skollitað glansandi hár sem er faglega sett upp með vaxgreiðslu, líklega af fagmanni. Þetta kvöld er hann að fara á fyrirlestur um endurnýjanlega orku.

Blaðamaðurinn ávarpar hann. ,,Marius Vidar Jensen? – Já? Rune Christoffer Holm hér. Ég vinn hjá NRK. – Eh, jæja?”  Svona byrjar eins og hálfs klukkustunda samtal við Jensen. NRK hefur rannsakað gjaldþrot hans og spurningarnar eru margir.

Á 20 ára ferli sínum í viðskiptum, hefur hann verið dæmdur í 19 gjaldþrot á hlutafélögum sínum og fólk hefur misst tugi milljóna dollara á viðskiptum sínum við hann.

Keypti lúxus snekkju

Ole Rasmus Knudsen, á lögreglustöðinni í Osló

Jensen hefur tekið þátt í mörgum verkefnum og  stórframkvæmdum. Dæmi er tekið af tveimur þeirra í Lørenskogi. Sumarið 2014 voru gröfur, stórvirkar vinnuvélar og vörubílar á hans vegum að gera fjöldan allan af lóðum tilbúnar undir ný einbýlishús. VG-vélar A/S sem að hann stýrði, voru ábyrgir fyrir grunnvinnunni og þeir sprengja og grafa dag og nótt á lóðunum og fylla svo upp í grunnana fyrir einbýlishúsahverfið.

Greiðslur fóru í gegnum fyrirtæki Jensen, en peningarnir skiluðu sér aldrei þaðan, þeir runnu beint í vasa Jensen.

,,Ég kemst bara í slæmt skap og get ekki afborið að hugsa um það lengur,” segir Öyvind Myhrer framkvæmdastjóri félagsins sem er einn af mörgum sem töpuðu miklum peningum á þessu verkefni. Á sama tíma keypti Jensen sér lúxus snekkju fyrir meira en 30 milljónir króna. Jensen neitar þvi að aðilar hafi ekki fengið greitt í þessu verkefni.

Fésektir þegar aðrir fá fangelsisdóm

Nokkrum sinnum hefur Jensen verið tilkynntur bæði til lögreglunnar í Vestfold og lögreglunnar í Osló. Hann hefur fengið sjö sektir fyrir óreiðu með ársreikninga og ógreidda skatta. Árið 2006 var hann dæmdur til samfélags þjónustu.

Eftir hvert gjaldþrot hefur honum verið neitað að vera stjórnarmaður í nýju fyrirtæki af stjórnvöldum í tvö ár á eftir. En það hefur ekki komið í veg fyrir ný gjaldþrot. – Það er því miður þannig, að í þessum tilfellum höfum við ekki getað brugðiðst við, segir lögreglumaðurinn, Ole Rasmus Knudsen, á lögreglustöðinni í Osló.

Eitt af fyrirtækjum Jensen skilaði ekki neinum ársreikningi í fimm ár. Félagið var í 220 milljónir króna í skuld þegar það fór í gjaldþrot árið 2015. Lögreglan í Ósló brást við með því að gefa út sekt. Samkvæmt landslögum fyrir refsingu í fjármála misferlum í slíkum tilvikum er venjulega krafist fangelsisdóms. – Við erum að reyna að stöðva kennitöluflakkara en í þessu tilfelli höfum við því því miður ekki getað það, segir Knudsen á lögreglustöðinni í Osló. Því miður hefur málið farið í gegnum kerfið án þess að við náðum að stýra því.

500 milljónir hafa tapast á Jensen á fimm árum

Endurskoðun NRK sýnir að gjaldþrot Jensen hafa nokkra sameiginlega þætti með sér í aðdraganda þeirra. Það byrjar oftast með því að endurskoðandinn hættir og þá hættir fyrirtækið að skila inn ársreikningum til yfirvalda. Á sama tíma falla á fyrirtækin skattar og gjöld og svo fer félagið gjaldþrot.

Í öllum gjaldþrotum í Noregi, eins og á Íslandi er skiptastjóri skipaður, Þetta er oftast lögfræðingur sem útdeilir peningum og eignum félagsins til kröfuhafa, séu þær til staðar.

Í gjaldþrotum Jensen er oftast lítið um slíkt og þrotabúin alltaf eigna og peningalaus. Skýrslur fyrir síðustu fimm ár sýna að kröfuhafar hafa tapað a.m.k. 500 milljónum króna.

Jensen notar peningana til að lifa

Til dæmis um það hve Jensen nýtur lífsins vel, þá hljóðar t.d. ein krafan upp á eina og hálfa milljón króna frá Safari ævintýraferðum. Aðilar sem hafa tapað peningum á viðskiptum við Jensen eru einkaaðilar, bankar, tryggingafélög, leigufyrirtæki, skattyfirvöld og ríkisstofnanir. – Tugum milljóna kröfum hefur ekki verið lýst á hendur honum þar sem að aðilar skammast sín fyrir að hafa látið hann plata sig upp úr skónum í viðskiptum . En Jensen telur að raunverulegt tap sé mun lægra að eigin sögn.

Nokkrir stjórnendur sem að NRK hefur talað við, til þess að staðfesta að þeir hafi tapað á viðskiptum við Jensen segja allir sömu söguna, þ.e. að þeir hafi tapað stórfé á honum.

Eitt dæmi er kaup á lúxus snekkjunni. Málið var tilkynnt, en var ekki rannsakað í þrjú ár. Það staðfestir lögreglustjórinn Nina Aaskjær í Osló. ,,Vegna skorts á getu til rannsókna, höfum við ekki getað lagt áherslu á þetta mál fyrr en fyrst í janúar 2018,” segir hún. Hve lengi getur hann að halda áfram áður en hann er stoppaður? – Ég get ekki svarað um einstök mál. Ég get aðeins svarað því hvernig ástandið er í dag hjá lögreglunni, segir Aaskjær.

Lögreglan skoðar nú kaupin á snekkjunni, til þess að komast að því hvort það gæti verið að ólöglega hafi verið notaðir peningar úr gjaldþrota fyrirtæki til kaupanna. En lögreglan skoðar einnig aðra þætti þessa máls, en Aaskjær mun ekki segja neitt um það á þessu stigi málsins.

Marius Vidar Jensen kallar fundinn með NRK í móttöku hótelsins “ofsóknir”. Hann telur að málið hafi ekkert að gera til almennings eða til opinberrar umfjöllunar.

Kaupin á snekkjunni hafi allt eðlilegar skýringar segir Jensen: Fjölskylda hans hafði lánað fyrirtækinu peninga til kaupa á snekkjunni. Snekkjan var svo keypt og notuð mikið í tvö ár. Þá hafi snekkjan verið afhent aftur til ættingja sem að síðar seldi hana. Skjöl NRK sýna að skattayfirvöld hafa athugað skýringuna hjá Jensen. En stofnunin fann aldrei nein merki um að ættingjar hefðu veitt honum umrætt lán. NRK sendi upplýsingarnar til Jensen með skilaboðum og tölvupósti án þess að fá svar.

Á flestum lögreglustöðvum í Noregi hefur lögreglan ekki næga getu til að stunda rannsókn á öllum glæpamönnum á þessu sviði glæpastarfseminnar og verður einnig að forgangsraða slíkum málum og öðrum forgangsverkefnum. Stofnunin er því sammála að fólk tapi peningum í gjaldþrotaskiptum fyrirtækja en geti ekki tjáð sig um þetta einstaka mál.

Jensen skuldar fyrrverandi maka sínum

Samkvæmt Jensen byrjuðu vandamálin þegar veitingastaður fór í gjaldþrot í lok síðustu aldarmóta. Hann segir að skuldirnir hefður verið um og yfir 100 milljónir króna. Síðan þá, hafi hann haft löngun til að endurgreiða þeim sem að urðu fyrir tapi vegna rekstursins. Undanfarin fimmtán árum hafi hann sjálfur notað til að reyna að bæta allt sem hafi farið úrskeiðis. Í tölvupósti lýsir hann gjaldþrotunum: ,,Ég hef gert mörg mistök, tekið rangar ákvarðanir, verið heimskur og of bjartsýnn, lent á röngum samstarfsaðilum, tapað peningum á viðskiptavini og á gjaldþrotum annarra, endaði í illdeilum, verið óheppinn og hrasað nokkrum sinnum.”

Hann leggur einnig áherslu á að fyrrverandi samstarfsmaður sinn og maki sé ein af ástæðunum fyrir því að allt hafi farið úrskeiðis. – Hún hefur verið í sambandi við fjármálastofnanir sem vildu ljúka samstarfi við mig og það leiddi til skorts á peningum og  endað með gjaldþrotum, segir Jensen. Fyrrverandi maki svarar þessum ásökunum en sambúðinni lauk árið 2016.

Hún hefur talað við marga kröfuhafa sem eiga kröfur á hendur Jensen. Fjárhagsleg fötlun Jensen byrjaði löngu áður en sambandinu lauk á milli þeirra, segir hún. Emigrated er frá Noregi -en neitar að segja hvar hún býr núna. Samkvæmt þjóðskrá, hefur Marius Vidar Jensen flutt frá Noregi. Hann greiðir enga skatta í Noregi. Hann viðurkennir við NRK að hann hafi að mestu dvalist í Tønsberg árið 2018. Hann segir ekki til hvaða lands hann sé fluttur til eða um greiðslu skatta.

Jensen telur að staðreyndirnar skv. gögnum, sem NRK hefur kynnt honum, hafi annað hvort verið tekin úr samhengi, gerðar of dramatískar eða séu beinlínis rangar. Hann hefur lofað blaðamanni frekari gögnum og skjölum sem að sýni annað en það er eitthvað sem hann hefur ekki ennþá getað sýnt ram á. NRK hefur heldur ekki fengið svör við nýjum spurningum sem komið hafa fram í málefnum er varða Jensen. Í dag segist Jensen vinna að fullum krafti að nýjum verkefnum, bæði í Noregi og erlendis og telur Jensen aðspurður, að þau vekefni muni öll fara vel.

————————————————————

Bréf frá Jensen til blaðamanns sem að gengur út á að skamma hann, afsaka sig og fleira.

Fra: Jensen
Til: Rune Christoffer Holm <@nrk.no>
Sendt: fredag 11. januar 2019 14:42
Emne: Svar på spørsmål

Jeg viser til tidligere kontakt, og oversender mine kommentarer. For det tilfellet du fortsatt tenker å publisere en artikkel slik du antydet skal alt jeg skriver nedenfor under denne linjen medtas i artikkelen, ordrett og sammenhengende, som mine kommentarer: Svar til NRK Vestfold v/journalist Rune Chr Holm: For det første vil jeg å påpeke at det opplevdes svært ubehagelig å bli overrumplet på den måten du, helt uten forvarsel, stoppet meg ved hotellinngangen før jul. Hva du tenkte å få ut av en slik “revolverkonfrontasjon” vet jeg ikke, men særlig profesjonell fremgangsmåte er det neppe. Hva som er dine beveggrunner for din interesse og adferd vites ikke, men jeg ser koblingen mellom din iver etter å “lage en historie” og din kontakt med mine tidligere kjærester, som synes å være dine hovedkilder til “opplysninger”. ***(SLADDET)*** For det andre stiller jeg meg uforstående til at jeg som person eller mitt virke kan ha noen allmenn interesse, og jeg ønsker i utgangspunktet ikke å kommentere noe som helst. ***(SLADDET)*** Store deler av det du anfører overfor meg er tatt ut av sin sammenheng, overdramatisert og inneholder mange faktafeil. For meg virker det som du setter flere forhold avklart i rettsvesenet i tvil. Saker som har blitt behandlet i både tingretten og lagmannsretten hvor kjennelsen er enstemmig. Flere av selskapene du hevder jeg har vært involvert i har jeg ikke engang hørt om, og mye av det du henviste til er forhold som fant sted 20-25 år tilbake i tid. Det du i flere av tilfellene omtaler som konkurser er i realiteten avvikling av tomme selskaper hvor driften opphørte flere år tidligere. Det burde være opplagt at jeg overfor en journalist, som opptrer slik du gjør, ikke uten videre kan kommentere komplekse bedriftsinterne forhold, uavklarte tvister, eller min personlige økonomi og skatteforhold. Du insinuerte at jeg har “kontakter” internt i politiet, siden jeg gang på gang “slipper unna”.. Det er en grov fornærmelse ovenfor både politiet og meg, og i beste fall injurierende. Og noe jeg tar sterk avstand fra. Jeg har både respekt for og høy tiltro til vårt politi og rettsvesen. Jeg er ikke dømt for noe av det du tok opp, med unntak av brudd på regnskapsloven for forsinket innleverte regnskaper. Dette er forhold jeg innrømmer, og har blitt straffet/bøtelagt for. Og noe jeg har tatt tak i for å unngå i fremtiden. De operative selskapene jeg idag er involvert i er alle ajour med sine regnskaper. Helt siden jeg var ung har jeg arbeidet 70 timers uker, og jeg har holdt et høyt aktivitetsnivå. Jo flere “baller” man har i luften, jo større er selvsagt sjansen for at man mislykkes med noen av “ballene” og trår feil. Jeg har gjort mange feil, tatt uriktige avgjørelser, vært naiv, vært dumsnill og godtroende, involvert meg med feil samarbeidspartnere, tapt penger på kunder og andres konkurser, havnet i kostbare tvistesaker, hatt uflaks og flere ganger snublet. Det har vært en dyr voksenopplæring, og jeg har brukt og bruker mye ressurser på å rydde opp i gamle forhold. Det er forøvrig meg og min familie som har tatt de største tapene når noe har gått galt. Imidlertid har mye gått veldig bra også, og mitt hovedfokus er øremerket fremtiden og de oppgavene som ligger foran meg. Det er mye spennende som skal skje både i og utenfor Norge. Avslutningsvis ber jeg deg ta hensyn og være varsom. Hverken jeg eller min familie er offentlige personer, og det er uskyldige barn involvert *** (SLADDET)*** Utover dette har jeg ingen kommentarer. London, 10. januar 2019 Marius V. Jensen

Athugasemndir
Lesa meira