Connect with us

Fréttir

SGS falið að meta hvort vísa eigi kjaradeilunni til ríkissáttasemjara

Sett inn:

þann

Viðræðunefnd SGS falið að meta hvort vísa eigi kjaradeilunni til ríkissáttasemjara

Samninganefnd Starfsgreinasambandsins fundaði síðastliðinn fimmtudag, 14. febrúar,  um stöðuna í kjaraviðræðum og næstu skref.

Á fundinum var samþykkt einróma umboð til handa viðræðunefnd SGS þess efnis að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin  telur ástæðu til. Það eru væntingar um að fram komi hugmyndir eða tillögur í framhaldi af viðræðum forystu ASÍ og stjórnvalda á morgunn, þriðjudag.

Viðræðunefnd SGS hefur verið boðuð til fundar síðdegis þann dag.

Athugasemndir
Lesa meira