Connect with us

Innlent

Þingmenn á málþingi með íbúum

Sett inn:

þann

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur hafa boðið þingmönnum Reykjavíkurkjördæmis norður til málþings í Ráðhúsinu þriðjudaginn 12. febrúar kl. 20. Nú eru kjördæmadagar en þá er gert þinghlé svo þingmenn geti heimsótt kjördæmi sín. Öllum þingmönnum Reykjavíkur norður var boðið til málþingsins til að ræða við íbúa miðborgarinnar um þau málefni hverfisins sem að þeim snúa það er að segja með tilliti til lagasetningar um skipulagsmál, atvinnumál, velferðarmál og fleira.

Á málþinginu munu þingmennirnir gera grein fyrir stefnu sinni í málum miðborgarinnar og svara spurningum íbúanna um hvernig þeir hyggist beita sér til hagsbóta fyrir hverfið.

Íbúasamtökin buðu til málþings með þingmönnum sínum á síðustu kjördæmadögum í október s.l. en því var aflýst vegna dræmrar þátttöku þingmannanna en einungis þrír þingmenn af ellefu í Reykjavíkurkjördæmi norður þáðu boð ÍMR. Nú hafa helmingi fleiri boðað komu sína og því verður málþingið haldið. Stjórn ÍMR hvetur íbúa miðbæjarins til að fjölmenna og kynnast þingmönnum sínum.

www.midbaerinn.is

Athugasemndir
Lesa meira

Fréttatíminn © 2018