Connect with us

Fréttir

Snjóflóð á Flateyrarvegi

Sett inn:

þann

Snjóflóð hefur lokað veginum til Flateyrar, einn bíll ók inn í flóðið og situr þar fastur. Vegagerðin býst við að ljúka mokstri og hreinsun upp úr kl. 11. en flóðið féll úr Urðarskál. Hér að neðan eru helstu upplýsingar frá Vegagerðinni.

Lokanir:

Flateryrarvegur er lokaður vegna snjóflóðs sem féll á veginn.
Vegurinn um Mývatns- og Möðrudalsöræfi er enn lokaður en unnið er að mokstri þar.

Færð á vegum

Suðvesturland: Víðast hvar greiðfært en hálkublettir á nokkrum vegum. Hálkublettir og skafrenningur er á Mosfellsheiði en hvasst er á Kjalarnesi.

Vesturland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja og víða skafrenningur. Þæfingur er víða á Snæfellsnesi en lokað er yfir Fróðárheiði og ófært milli Búða og Hellna. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi og má búast við lélegu skyggni.

Vestfirðir: Hálka eða þæfingur á flestum vegum og éljagangur eða skafrenningur víða. Þungfært er yfir Steingrímsfjarðarheiði, á Þröskuldum, yfir Vatnsfjarðarháls og á Ströndum.  Ófært er yfir Klettsháls, einnig milli Þröskulda og Reykhólavegar og yfir Bjarnarfjarðarháls. Flateyrarvegur er lokaður vegna snjóflóðs.

Norðurland: Víðast hálka eða snjóþekja og mjög víða skafrenningur. Þæfingur er á Þverárfjalli en ófært er um Víkurskarð og Almenninga.

Norðausturland: Snjóþekja, hálka eða þæfingur víðast hvar og skafrenningur. Ófært er á Hólasandi en lokað er um Mývatns- og Möðrudalsöræfi.

Austurland: Snjóþekja, þæfingur eða jafnvel þungfært nokkuð víða. Ófært er mjög víða s.s. á Jökuldal, í Skriðdal, Hróarstungu og á Vatnsskarði eystra. Búið er að opna veginn yfir Fjarðarheiði.

Suðausturland: Hálkublettir og skafrenningur og víða all hvasst.

Suðurland: Þjóðvegur 1 er nokkuð greiðfær en sumstaðar er nokkur hálka eða hálkublettir á öðrum vegum.

Athugasemndir
Lesa meira

Fréttatíminn © 2018