Connect with us

Fréttir

,,Ég hvet seðlabankastjóra til að fara á vinnustaði láglaunafólks”

Sett inn:

þann

Ég verð ennþá rosalega reið þegar ég verð vitni að forherðingu efnahagslegra forréttindahópa. Kannski er það blessað reynsluleysið, ég veit það ekki? 

,,En mér finnst eitthvað virkilega ömurlegt við það að manneskja sem situr á toppi valda og tekjupíramídans sjái ekkert athugavert við að tala um “áfall” ef að vinnuaflið fær aðeins betri laun, aðeins meira réttlæti, við að tala um áfall ef að láglaunakonur þurfa að vinna aðeins minna til að eiga í sig og á, áfall ef að aðflutt verkafólk fær að vera eitthvað meira en ódýrt eldsneyti fyrir íslensku arðránsvélina, áfall ef að við vinnum smá sigur í baráttunni við að losna undan ægivaldi þeirra sem telja sig eiga Ísland með húð og hári. 

Hverskonar hugmyndir um mannréttindi, stöðu kvenna, lýðræði og frelsi hefur fólk sem sér það sem áfall að gæðunum sé útdeilt með sanngjarnari hætti? Hvernig er hægt að hafa svona grimma og forherta afstöðu gagnvart öðru fólki?

Ég hvet seðlabankastjóra til að fara á vinnustaði láglaunafólks, t.d. á hótelin og leikskólana og spyrja fólk hvort það sé tilbúið til að sætta sig áfram við arðránið sem það verður fyrir, hvort það sé tilbúið til að halda áfram að vinna fyrir smotterí svo að hægt sé að viðhalda stöðugleika hinna auðugu. Og ég hvet reyndar alla þá karla sem hér fá miljónir á hverjum einasta mánuði til að segja það upp í opið geðið á konunnni sem stritar fyrir lægstu launin að hún eigi bara að hafa sig hæga og hætta að vera svona helvíti gráðug.

Ég mun aldrei samþykkja að á landi þar sem fámenn yfirstétt kemst upp með að greiða sjálfri sér marga milljarða á ári í fjármagnstekjur (og greiðir af þeim minni skatta en launafólk) séu kröfur verka og láglaunafólks um mannsæmandi laun fyrir unna vinnu uppspretta vandamálanna og “áfallanna”. Það er einfaldlega hneykslanlegur málflutningur og honum ber að hafna.

– – – – –

Kröfur Eflingar og annarra stéttarfélaga um laun sem nægja fyrir framfærslu hafa ekki fengið hljómgrunn hjá atvinnurekendum. Í dag tók Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, undir orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, sem lýsti því yfir að „áföll“ á borð við verkföll og launahækkanir „langt umfram svigrúm“ gætu valdið stórskaða á Íslandi. Sólveig Anna segir þetta forkastanlegan málflutning.

„Við erum einfaldlega að fara fram á laun sem hægt er að lifa á. Að neita okkur um það er ofbeldi gegn fólkinu, fyrst og fremst konum, sem vinna á lægstu launum. Það er áfall að lifa við stoðkerfisvandamál. Það er áfall að þurfa að bæta við sig annarri vinnu, og það er áfall þegar skatturinn tekur af manni stóran part af því litla sem maður bætir við tekjurnar. Það að einhverjir ríkir kallar snúi sér að okkur og segi að við þurfum áfram að sætta okkur við óásættanlegt ástand, það er áfall. Sanngjarnar kröfur um laun sem hægt er að lifa á eru ekki áfall.“

Yfirvöld eiga enn eftir að birta fleiri tillögur úr sínum ranni í tengslum við kjaraviðræður, og samtal um laun verða brátt tekin fyrir við samningaborðið.

„Kröfur okkar eru ófrávíkjanlegar,“ segir Sólveig Anna. „Eins og staðan er í dag þarf láglaunafólk að horfa fram á ævi þar sem þau strita áratugum saman, og sitja samt uppi á efri árum með tvær hendur tómar. Þetta er óboðlegt ástand. Yfirstéttin þarf að koma að samningaborðinu með snefil af auðmýkt.“” Segir Sólveig Anna Jónsdóttir.

Athugasemndir
Lesa meira

Fréttatíminn © 2018