Connect with us

Fréttir

Stormur eða rok á landinu og ofsaveður á hálendinu

Sett inn:

þann

Appelsínugul viðvörun  vegna veðurs: Suðurland. Gul viðvörun  vegna veðurs: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Suðausturland og Miðhálendi

Höfuðborgarsvæðið

Stormur eða rok (Gult ástand) – 5 feb. kl. 15:00 – 6 feb. kl. 02:00

Austan stormur eða rok með mjög snörpum vindhviðum við Kjalarnes og í efri byggðum, allt að 40 m/s. Varhugavert fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og einnig er fólk hvatt til að ganga frá lausum munum til að forðast tjóni.

Suðurland

Stormur eða rok (Appelsínugult ástand) – 5 feb. kl. 15:00 – 22:00

Gengur í austan storm eða rok og jafnvel staðbundið ofsaveður í austur-Landeyjum og undir Eyjafjöllum. Hviður geta náð allt að 45 m/s. Hætta á foktjóni og ekkert ferðaveður.

Faxaflói

Stormur eða rok (Gult ástand) – 5 feb. kl. 15:00 – 6 feb. kl. 03:00

Gengur í austan storm eða rok og hviður um eða yfir 40 m/s við fjöll S-til, einkum á Kjalarnesi og við Hvalfjörð. Varasamt á bílum sem taka á sig mikinn vind. Skafrenningur og lélegt skyggni á heiðum.

Suðausturland

Stormur eða rok (Gult ástand) – 5 feb. kl. 15:00 – 6 feb. kl. 06:00

Gengur í austan storm eða rok, hvassast í Öræfum, einkum við Sandfell þar sem hviður geta verið um og yfir 40 m/s. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Miðhálendið

Rok eða ofsaveður (Gult ástand) – 5 feb. kl. 06:00 – 6 feb. kl. 03:00

Gengur í austan rok eða ofsaveður með hríð eða skafrenningi S- og V-til. Búast má við hættulegum vindhviðum við fjöll, einkum S-til.

Veðurhorfur á landinu

Austanátt, 18-28 m/s og hvassast við fjöll S-til. Mun hægari á N- og A-landi. Slydda eða rigning á SA-landi, en annars úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig, en minnkandi frost á N-landi.
Dregur heldur úr vindi í nótt, víða 13-20 á morgun, en hægari NA-til. Snjókoma eða slydda A-lands, en úrkomulítið V-lands. Fer kólnandi seinnipartinn á morgun.
Spá gerð: 05.02.2019 18:50. Gildir til: 07.02.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Norðaustanátt, 8-15 m/s, hvassast með austurströndinni. Víða él norðan- og austantil á landinu, en léttskýjað að mestu sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 7 stig, en kaldara inn til landsins.

Á sunnudag:
Fremur hæg breytileg átt og víða bjartviðri, en yfirleitt skýjað og stöku él nyrst á landinu. Frost 3 til 10 stig, en talsvert frost inn til landsins.

Á mánudag:
Gengur í hvassa suðaustanátt með snjókomu, fyrst suðvestantil á landinu og hlýnar í veðri. Slydda eða rigning sunnnatil um kvöldið og hiti 0 til 5 stig, en annars vægt frost.
Spá gerð: 05.02.2019 08:17. Gildir til: 12.02.2019 12:00.

Athugasemndir
Lesa meira

Fréttatíminn © 2018