Connect with us

Fréttir

Píratar slitu óvænt fundi í forsætisnefnd borgarinnar, þegar farið var fram á að ásakanir yrðu dregnar til baka

Sett inn:

þann

,,Dóra Björt sleit fundi fyrirvaralaust þegar komið var að þessum lið!  Hvert erum við komin? Hvar er lýðræðið statt?”

Borgarstjórn felldi eins og kunnugt er tillögu Baldurs Borgþórssonar í desember um að birta öll laun, þóknanir og kostnaðargreiðslur fulltrúa borgarstjórnar. Tillaga um uppsetningu nýrrar upplýsingasíðu um öll laun, þóknanir og kostnaðargreiðslur borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa var felld og þess í stað var rætt um að birta strípaða launataxta sem að segja aðeins hálfa söguna að sögn Baldurs þegar að málið var til umræðu.

Baldur sagði jafnframt við það tilefni: „Sá leiði atburður átti sér stað á fundi borgarstjórnar í gær, sem jafnframt var síðasti fundur ársins, að meirihluti Vg-C-P-Sf kom í veg fyrir afgreiðslu frumvarps Miðflokksins um uppsetningu nýrrar upplýsingasíðu um öll laun, þóknanir og kostnaðargreiðslur borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa. Síða þessi átti að vera með sambærilegum hætti og Alþingi setti upp í ársbyrjun gagnvart þingmönnum og er til fyrirmyndar,“ sagði Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi þá í yfirlýsingu sinni.

Hann sagði einnig að í stað þess eigi að birta texta um réttindi borgar- og varaborgarfulltrúa, en samkvæmt honum eru hæstu heildarlaun kr.1,090,192,- og engar uppl liggi fyrir um ferðakostnað, dagpeninga né nokkurn hlut annan.

„Þarf vart að fara orðum um að þessar tölur standast enga skoðun. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins studdu frumvarp okkar heils hugar og börðust með okkur í orði og á borði. Sósíalistar sáu sér af eitthverjum ástæðum ekki fært að berjast með okkur og sátu hjá við atkvæðagreiðslu,“ sagði Baldur og bætir við að þar með hafi gagnsæi og góðir stjórnsýsluhættir farið í jólaköttinn, væntanlega þennan á Lækjartorgi. „Ég legg því til að á Þorláksmessu taki borgarfulltrúar Vg-C-P-Sf sig til, mæti á Lækjartorg og fóðri þar jólaköttinn hver með sínu afriti af frumvarpinu. Sósíalistar geta svo staðið hjá,“ sagði Baldur þegar að niðurstaðan lá ljós fyrir í desember.

Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins

Eins og áður hefur komið fram hefur Baldur, einn kjörinna fulltrúa, birt opinberlega launaseðil sinn frá Reykjavíkurborg um hver mánaðarmót og hefur hann jafnframt hvatt aðra til þess að gera slíkt hið sama án þess að fulltrúar annara flokka hafi orðið við því. „Alþingi á hrós skilið fyrir þá flottu vinnu sem þar liggur að baki. Það er leiðara en orðum taki að það góða fordæmi sem Alþingi setti þar skuli hafa verið hafnað af flokkum í borgarstjórn sem stæra sig af að hafa gagnsæi í öndvegi,“ sagði hann í tilefni af þeirri þöggun og leyndarhyggju sem að hafði verið varðandi launamálin.

Fyrir helgina var Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, ósáttur með að Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Pírata hafi óvænt slitið fundi í forsætisnefnd borgarinnar, þegar átti að taka fyrir tillögu hans um að henni yrði gert að draga ásakanir í hans garð til baka. Baldur hafði krafist þess að forseti viki við afgreiðslu málsins.

Hann fagnar því þó, að ákveðið hafi verið að vinna að uppsetningu upplýsingavefjar um laun og kjör borgarfulltrúa í samræmi við tillögu sem hann flutti á síðasta ári.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Pírata

,,Gleðitíðindi!
með dass af ósvífni þó……

Gleðitíðindi dagsins eru að verið er að vinna að uppsetningu upplýsingavefs um laun og kjör borgarfulltrúa í samræmi við tillögu mína frá síðasta ári.

Því ber að fagna.

Dassið af ósvífni er að dagskrárlið nr. 9, tillaga mín, um að forseti borgarstjórnar og formanni forsætisnefndar, Dóru Björt Guðjónsdóttur, verði gert skylt að draga til baka ávirðingar í minn garð og ásökunum um þjófnað var ekki tekin fyrir.

Dóra Björt sleit fundi fyrirvaralaust þegar komið var að þessum lið!

Hvert erum við komin?
Hvar er lýðræðið statt?

Til fróðleiks:
Tillögu mína sem öllu fjaðrafokinu veldur, viðraði ég fyrst á borgarráðsfundi 2.nóvember síðastliðinn við vægast sagt litlar undirtektir viðstaddra í meirihluta. Á þeim fundi boðaði ég að ég myndi leggja tillögu mína fram á borgarstjórnarfundi á næstu vikum og knýja þannig fram afstöðu til hennar, sem ég síðan gerði á fundi borgarstjórnar þann 18.des.2018.

Eins og klárlega má sjá á minnisblaði frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 10.des.2018, sem væntanlega hefur átt að vera einhvers konar mótleikur við tillögu mína, er tilkynnt að á ,,næstu dögum´´ verði birt launatafla um kjör. Samkvæmt minnisblaðinu stendur til að birta launatöflu ekki ósvipaða og stéttarfélög gera, sem er á engan hátt sambærileg við mína tillögu sem tekur mið af vef Alþingis um laun og kostn.greiðlsur þingmanna og nær mun lengra svo ekki sé meira sagt.” Sagði Baldur.

Athugasemndir
Lesa meira