Málverk af Jóni Baldvin Hannibalssyni og Bryndísi Schram, sem hefur áratugum saman hangið á vegg í matsal Menntaskólans á Ísafirði, hefur verið tekið niður að sögn fréttaritara RÚV á Ísafirði.
Þar er sagt frá því að Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir, sem er í stjórn femínistafélags Menntaskólans á Ísafirði, segi að í kjölfar þess að konur komu fram í janúar og greindu frá samskiptum sínum við Jón Baldvin, hafi nemandi í femínistafélagi MÍ farið þess á leit við starfsfólk skólans að málverkið yrði tekið niður og var það gert samdægurs.