Connect with us

Erlent

Snarpur skjálfti í Mið-Ameríku

Sett inn:

þann

Jarðskjálfti af stærðinni 6,5 olli skemmdum á mannvirkjum og slasaði þrjá við landamæri Mexíkó og Gvatemala í dag. Að sögn yfirvalda fannst skjálftinn allt frá El Salvador í suðri til Mexíkóborgar í norðri. Rýma þurfti háhýsi sem sveifluðust til í Mexíkóborg sem er í 1.200 kílómetra fjarlægð frá skjálftamiðjunni. Þrír sem slösuðust voru allir í Gvatemala og voru meiðsl þeirra minniháttar.
Þá kom jarðskjálftinn af stað grjótskriðum sem hrundu á og lokuðu þremur þjóðvegum í Gvatemala.

Athugasemndir
Lesa meira

Fréttatíminn © 2018