Connect with us

Erlent

Em­iliano Sala var í flugvélinni sem talið er að hafi hrapað

Sett inn:

þann

Frönsk yf­ir­völd hafa staðfest það að Argentínumaðurinn Em­iliano Sala, sem enska úr­vals­deild­ar­fé­lagið Car­diff keypti frá Nan­tes á laug­ar­dag, hafi verið um borð í flug­vél­inni sem talin er hafa hrapað í Ermarsund í gærkvöld. Ekkert hefur spurst til vélarinnar, en um klukk­an 20.30 hvarf vél­in af rat­sjám og  talið er líklegt að hún hafi hrapað. CNN greinir frá málinu.

 Síðast þegar vitað er til henn­ar var hún í rúm­lega 2 þúsund metra hæð við Casqu­ets vit­ann í Erm­ar­sundi.

Sala var einn í vélinni, ásamt flug­manni vélin er af gerðinni Piper Malibou og er lítil vél og var á leið frá Nan­tes til Car­diff í gær­kvöldi

Til­kynnt var um kaup Car­diff á Sala á laug­ar­dag, en hann varð þá dýr­asti leikmaður í sögu fé­lags­ins. Hann átti að mæta á sína fyrstu æf­ingu í morg­un.

Athugasemndir
Lesa meira

Fréttatíminn © 2018