Connect with us

Fréttir

Niðurskurður hjá Hafrannsóknarstofnun og minni tekjur af veiðigjöldum

Sett inn:

þann

Stofnunin þarf að takast á við hagræðingarkröfu sem tilgreind er í fjárlagafrumvarpi

Stefnt var að, miðað við fjárlög þessa árs, að niðurskurður yrði um 300 milljónir króna til Hafrannsóknarstofnunar sem að hefði þýtt uppsagnir starfsmanna og að leggja þyrfti skipi stofnunarinnar. Ákvörðun liggur fyrir um að smíða eigi nýtt rannsóknarskip eins og tilkynnt var á fundi ríkisstjórnarinnar, er fangað var 100 ára fullveldisafmæli á Þingvöllum í sumar.

Þá hefur ríkisstjórnin lækkað veiðigjöld um milljarða á sama tíma á sjávarútvegsfyrirtækin í fyrrgreindum fjárlögum.

Eftir stíf fundahöld með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og starfsfólki Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis hafa fundist leiðir til að draga úr fyrirhuguðum niðurskurði hjá Hafrannsóknastofnun. Stofnunin mun hvorki þurfa að segja upp fólki né leggja rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Þetta er mikill léttir fyrir stjórn og starfsfólk stofnunarinnar.

Eftir stendur að stofnunin þarf að takast á við hagræðingarkröfu sem tilgreind er í fjárlagafrumvarpi, líkt og aðrar stofnanir. Áfram veður unnið með ráðuneytinu til að finna traustari leiðir til að fjármagna rekstur stofnunarinnar til framtíðar.

Tengt efni:

Lækkun veiðigjalda – ,,Ég tel að þetta sé mikið framfaraskref og að góð vinna hafi farið fram”

Athugasemndir
Lesa meira