Connect with us

Fréttir

Suðvestan stormur eða rok – Vestan ofsaveður í Eyjafirði og á Akureyri (Appelsínugult ástand)

Sett inn:

þann

Veðuryfirlit

Skammt NA af Scoresbysundi er vaxandi 971 mb lægð á NA-leið, en 300 km V af Írlandi er víðáttumikil 1038 mb hæð sem hreyfist lítið. 1100 km S af Hvarfi er 982 mb lægð sem þokast N.
Samantekt gerð: 09.01.2019 19:56.

Vestfirðir – Suðvestan stormur (Gult ástand)

9 jan. kl. 20:00 – 10 jan. kl. 09:00 – Suðvestan og síðar vestan 18-23 m/s. Vindhviður allt að 35-40 m/s nærri Ísafirði, Bolungarvík og Hnífsdal og víða á fjallvegum. Ferðalangar sýni aðgát.

Strandir og Norðurland vestra – Suðvestan stormur eða rok (Appelsínugult ástand)

9 jan. kl. 21:00 – 10 jan. kl. 03:00 – Suðvestan og síðar vestan 20-30 m/s. Vindhviður allt að 40-50 m/s við fjöll. Hvassast á Ströndum, í Skagafirði og á utanverðum Tröllaskaga. Vafasamt verðaveður. Lausir munir utandyra geta fokið og tjón á mannvirkjum möguleg.

Suðvestan stormur eða rok (Gult ástand)

10 jan. kl. 03:00 – 10:00 – Suðvestan og síðar vestan 18-28 m/s. Vindhviður allt að 40-50 m/s við fjöll. Hvassast á Ströndum, í Skagafirði og á utanverðum Tröllaskaga. Vafasamt verðaveður. Lausir munir utandyra geta fokið.

Norðurland eystra – Suðvestan stormur (Gult ástand)

9 jan. kl. 20:00 – 22:00 – Suðvestan 18-23 m/s með vindhviðum allt að 30-40 m/s við fjöll. Hvassast á Tröllaskaga, í Eyjafirði og við vestanverðan Skjálfanda. Varasamt ferðaveður. Lausir munir utandyra geta fokið.  Vestan ofsaveður (Appelsínugult ástand) – 9 jan. kl. 22:00 – 10 jan. kl. 10:00 Vestan og suðvestan 23-30 m/s, vindhviður yfir 40 m/s. Ekkert ferðaveður. Lausamunir munu líkega fjúka og tjón á mannvirkjum mögulegt. Þetta á sérílagi við í Eyjafirði, þar með talið á Akureyri.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðvestan 13-18 m/s með rigningu og súld. Hiti 8 til 10 stig. Vestlægari í nótt með þurru veðri og kólnar, lægir á morgun.
Spá gerð: 09.01.2019 18:36. Gildir til: 11.01.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu

Suðvestan 20-30 m/s á norðanverðu landinu, hvassast við norðan- og austanverðan Tröllaskaga. Mun hægari vindur suðvestantil. Rigning eða súld, en þurrt um landið austanvert. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast austanlands.
Vestlægari og styttir upp í kvöld og nótt með kólnandi veðri, fyrst á Vestfjörðum.
Lægir smám saman á morgun, víða þurrt og bjart veður og frystir.
Spá gerð: 09.01.2019 18:36. Gildir til: 11.01.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Suðaustan 8-15 m/s, en heldur hægari norðan- og austanlands. Rigning með köflum, en dálítil snjókoma um norðanvertlandið. Hiti 0 til 5 stig, en frost 0 til 5 stig norðaustantil.

Á laugardag:
Norðaustan 10-15 og él um landið norðvestanvert, en vestan 5-10 og dálítil rigning sunnanlands. Hægari vindur og lengst af þurrt austantil. Frost víða 0 til 5 stig, en að 5 stiga hita við Suðurströndina.

Á sunnudag:
Norðlæg átt 8-15 m/s og víða él, en þurrt suðvestanlands. Lægir um kvöldið, og frost 2 til 9 stig.

Á mánudag:
Gengur í hvassa suðaustanátt með slyddu eða snjókomu, en rigningu með suðurströndinni. Heldur hægari, og þurrt norðaustantil fram á kvöld. Hlýnandi veður.

Á þriðjudag:
Austlæg átt og snjókoma með köflum, en dálítil rigning syðst. Hiti kringum frostmark en vægt frost norðanlands.

Á miðvikudag:
Hæg norðlæg átt og bjart með köflum, en norðan strekkingur og él um norðaustanvert landið. Kalt í veðri.
Spá gerð: 09.01.2019 20:31. Gildir til: 16.01.2019 12:00.

Athugasemndir
Lesa meira