Connect with us

Erlent

Eiginkonu eins ríkasta manns Noregs rænt

Sett inn:

þann

Lögregla í Noregi boðaði til blaðamannafundar klukkan 11 að norskum tíma, eða klukkan 10 að íslenskum, vegna rannsóknar á meintu mannráni. 

Önnu-Elisabeth Falkevik Hagen 68 ára gamalli konu hefur verið rænt af heimili sínu í nágrenni Oslo, en hún er gift norska milljarðamæringnum Tom Hagen og á með honum þrjú uppkomin börn. Hagen er í 172. sæti á lista fjármálatímaritsins Kapital yfir 400 ríkustu einstaklinga Noregs sem hefur hagnast um marga milljarð norskra króna á orkusölu síðustu ellefu ár. Fram kemur í norskum fjölmiðlum að mannræningjarnir hafi hótað grófum líkamsmeiðingum verði ekki orðið við kröfum þeirra um 9 milljónir evra í rafrænni mynt, sem eru 1,2 milljarðar ísl.kr.

Lögreglan hefur beðið fjölskylduna um að greiða ekki lausnargjaldið til mannræningjanna en ekkert hefur til hennar spurst síðan 31 oktoner s.l. Rannsókn lögreglu er sögð hafa verið mjög leynileg en málið er það fyrsta í sögu Noregs þar sem að farið er fram á lausnargjald í rafrænni mynt.  Mikil leynd hvíldi yfir rannsókn málsins, lögreglan í Noregi hefur  notið aðstoðar Europol, Interpol og Kripos og þögðu norskir fjölmiðlar yfir málinu vegna rannsóknarhagsmuna og vegna öryggis konunnar þangað til nú.  Norska ríkissjónvarpið sendi út beina útsendingu af blaðamannafundi á lögreglustöðinni í Oslo og hefur fjallað ítarlega um málið i morgun

Hér er hægt að sjá umfjöllun Dagbladet í Noregi um málið:

 

Athugasemndir
Lesa meira