Connect with us

Fólk

Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir skipuð rektor Landbúnaðarháskóla Íslands

Sett inn:

þann

Dr. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir hefur verið skipuð rektor Landbúnaðarháskóla Íslands til fimm ára frá 1. janúar 2019. Ragnheiður er verkfræðingur að mennt og var áður framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar Svinna-verkfræði sem sinnt hefur ráðgjöf á sviðum umhverfismála, nýsköpunar og rannsókna. Ragnheiður er með doktorspróf frá Danska Tækniháskólanum og lauk MBA-prófi frá Háskóla Íslands.

Hún hefur gegnt stöðu gestaprófessors og gestadósents við Umhverfis- og byggingaverkfræðideild Háskóla Íslands og var aðstoðarorkumálastjóri Orkustofnunar á árunum 2005-2009. Ragnheiður hefur aukinheldur sinnt ýmsum stjórnar- og nefndarstörfum, m.a. fyrir Rannís, Háskóla Íslands, Matís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Evrópusambandið og Norska rannsóknaráðið.

Landbúnaðarháskóli Íslands er reistur á grunni öflugrar rannsóknastofnunar og tveggja gróinna menntastofnana á landbúnaðarsviði, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi. Skólinn tók til starfa í núverandi mynd árið 2005. Meðal greina sem kenndar eru við skólann eru búfræði, skógfræði, umhverfisskipulag og náttúru- og umhverfisfræði. Námsbrautir skólans eru hvort tveggja á starfsmennta- og háskólasviði og er mikil samlegð á milli skólastiganna.

Sem stendur stunda um 480 nemendur nám við skólann, þar af tæplega 80 á meistara- eða doktorsstigi.

Athugasemndir
Lesa meira