Connect with us

Erlent

,,Líkur geta þess vegna verið fyrir því að þau hafi lent í snjóflóði”

Sett inn:

þann

Klukkan 8:00 að staðartíma mun lögreglan ákveða hvort og hvenær hægt er að hefja leit að nýju af þeim fjórum sem saknað hefur verið af fjallinu Blåbærtinden i Tamokdal í Troms fylki í Noregi. Til þeirra hefur ekkert spurst síðan í gærmorgun. Mikil snjóflóð hafa verið á svæðinu og eitt þeirra er um 300 metrar á breidd og 500–600 metra langt. Fjallið er 1.442 metrar á hæð, en lögreglan vonar að þau finnist á lífi þó svo að staðan sé ekki góð. – „Við sáum för inn í snjóflóðið en engin út.“

,,Við höfum ekki heyrt neitt frá fjögurra manna hópnum  sem fór upp á fjallið. Líkur geta þess vegna verið fyrir því að þau hafi lent í snjóflóði,” segir Roald Berntsen, yfirmaður lögreglunnar í Troms fylki. Hann segir að björgunarsveitir muni fara af stað um leið og það sé nógu öruggt vegna snjóflóða á svæðinu.

Fjögurra saknað á snjóflóðasvæði

Athugasemndir
Lesa meira