Connect with us

Fólk

Sólveig Anna Jónsdóttir er maður ársins 2018 að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar

Sett inn:

þann

,,Ef að aðgerðir verða, er ekkert langt í að slíkt muni eiga sér stað – 425 þúsund króna lágmarkslaun, í lok samningstímabilsins, ófrávíkjanleg krafa”

Sólveig Anna Jónsdóttir er maður ársins 2018 að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fyrir óvænta, einarða og hvassa verkalýðsbaráttu. Á árinu bauð hún sig fram sem óbreyttur félagsmaður til formennsku í næst fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, Eflingu, og hlaut yfirburðakosningu.

Á vefnum Vísir.is segir að ,, rótæk framganga hennar hafi vakið þjóðarathygli og ósveigjanleg kröfugerð, sem hún talar fyrir, getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir lífskjör þorra landsmanna. Sólveig mætti í Kryddsíldina og sagðist mjög upp með sér að hafa verið valin og hún tæki heiðrinum alvarlega.

Kom fram að Sólveig Anna var ein af þeim fjölmörgu sem að mótmæltu ríkisstjórninni, fyrir utan Hótel Borg er Kryddsíldin var send út þar í hruninu og allt fór úr böndunum.

Þá Sagði Sólveig Anna að laun hinna lægst settu í íslensku samfélagi væru skelfilega lág og nefndi sérstaklega laun leikskólakennara. Ómögulegt væri að lifa á slíkum launum og að þörf sé á að hækka lágmarkslaun og að krafa Eflingar um 425 þúsund króna lágmarkslaun, í lok samningstímabilsins, væri ófrávíkjanleg og við munum að sjálfsögðu vinna í því og vinna fullnaðarsigur í því máli. Ef að aðgerðir verða, er ekkert langt í að slíkt muni eiga sér stað.”

„Við munum að sjálfsögðu berjast fyrir því að vinna fullnaðarsigur í þeirri baráttu,“ sagði Sólveig. Hún sagði mögulegt að ekki væri mjög langt í aðgerðir eins og verkföll. Mitt fyrirmyndarsamfélag væri samfélag réttlætis og jöfnuðar, þar sem allt fólk fengi að blómstra og rækta hæfileika sína og að fólk þyrfti ekki að lifa með skugga efnahagslegrar óvissu yfir sér. Ég held að slíkt samfélag sé besta mögulega samfélagið.“ Sagði Sólveig Anna við athöfnina á Stöð 2.

Hún spurði forystufólki stjórnmálaflokka á Alþingi, sem voru viðstödd, hvort þau treystu sér til að lifa á lægstu launum landsins. Hvort þau treystu sér til að tryggja efnahagslegt öryggis sitt og fjölskyldu þeirra á „þeim smánarlegu launum“ sem mörgum sé greitt.

,,Mig langar jafnframt að spyrja þau hvort þau sjái sér ekki fært að stíga fram og styðja við kröfuna okkar um 425 þúsund króna lágmarkslaun til handa þeirra sem hér vinna á lægstu laununum. Hvort við getum ekki sameinast í því í þessu ríka landi, sem vill kenna sig við lýðræði og mannréttindi, að tryggja öllum sem hér lifa og starfa efnahagslegt réttlæti og sanngirni?“  Svörun voru öll á þá leið að auðvitað væri ekki hægt að lifa á lágmarkslaunum sem eru langt undir framfærsluviðmiðum sem að ríkið reiknar út fyrir íslendinga og slíkt áfall kæmi stórlega niður á lífskjörum þeirra eins og þau eru í dag, ef að þau þyrftu að reyna að lifa á lágmarkslaunum á Íslandi.

Hér er hægt að lesa um athöfnina

 

Athugasemndir
Lesa meira