Connect with us

Innlent

2018 mesta góðærisár á Íslandi og enn bjartara framundan

Sett inn:

þann

Góð staða í öllum helstu atvinnugreinum þjóðarinnar 

Byggingarkrönum fer hratt fjölgandi og eru þeir orðnir fleiri en árið 2007 þegar uppgangurinn á byggingarmarkaði var hvað mestur. Hátt í fjögur hundruð kranar eru nú skráðir hér á landi. Vísitalan hefur þótt gefa vísbendingar um umsvif á byggingarmarkaði og jafnvel verið mælikvarði á þenslu í efnahagslífinu. 

384 kranar eru í notkun samkvæmt síðustu talningu og hafa aldrei verið fleiri. Fjöldinn hefur þrefaldast á undanförnum átta árum sagði Guðmundur Kjerúlf aðstoðardeildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu í viðtali við Rúv. „Þeir voru flestir árið 2007 en eru orðnir tuttugu fleiri í ár.“

Góðærið í ferðaiðnaði heldur áfram og hefur aldrei verið meira

Þá hefur ferðamönnum fjölgað miðað við fyrstu 11 mánuði ársins og verða þeir mun fleiri en metárið 2017 og nálgast tvær og hálfa milljón í árslok sem er met aðsókn ferðamanna til landsins. Ferðamálastofa heldur nákvæma skrá um komur ferðamanna til Íslands.

Heildarfjöldi erlendra ferðamanna árið 2017 var rúmlega 2,2 milljónir og er um að ræða 24,1% aukningu frá 2016 en þá voru erlendir ferðamenn tæplega 1,8 milljón. Ferðamönnum fer fjölgandi ár frá ári og metárið er 2018.

  • Tæplega 2,2 milljónir ferðamenn komu með flugi um Keflavíkurflugvöll eða 98,7% af heildarfjölda ferðamanna árið 2017 og þeir verða mun fleiri fyrir árið 2018.
  • Um 22 þúsund komu með Norrænu um Seyðisfjörð eða 1% af heild.
  • Um 7 þúsund komu með flugi um aðra flugvelli en Keflavík eða um 0,3% af heild

Spár um fjölgun ferðamanna í heiminum á næstu árum gera ráð fyrir áframhaldandi góðum vexti. Vöxtur í komum erlendra ferðamanna hér á landi hefur verið verulega umfram þróunina í heimsvextinum og er gert ráð fyrir að svo verði áfram á næstu árum. Alþjóðaferðamálastofnunin gerir ráð fyrir aukning heimsferðamennsku verði 3,3% að meðaltali árin 2010-2030 en að það verði nýmarkaðsríki sem muni vaxa hraðar en þróaðri ríki en vöxturinn hér á landi hefur verið svipaður og í ýmsum nýmarkaðsríkjum.

Þegar tölur eru skoðaðar hjá helstu atvinnugreinum, þá lítur út fyrir að árið 2018 hafi verið eitt mesta góðærisár á Íslandi og ekki annað að sjá en að það sé enn mjög bjart framundan í efnahagmálum þjóðarinnar.

Góð staða í sjávarútvegi

Þá hefur sjávarútvegurinn verið að skila milljörðum í hagnað á undanförnum árum og einnig fengið lækkuð veiðigjöld og heildarafli íslenska flotans á fiskveiðiárinu 2018/2019, um 319 þúsund tonnum upp úr sjó.

Til samanburðar var aflinn á sama tímabili árið áður 317,7 þúsund tonn. Þetta er aukning í heildarafla sem nemur um 0,5% eða um 1,5 þúsund tonnum. Veiðar í ár byrjuðu með sambærilegum hætti og síðasta fiskveiðiár.

Botnfiskur

Á fyrstu 3 mánuðum fiskveiðiársins veiddu íslensk skip rúmlega 260 tonnum minna af þorski úr sjó en á fyrra ári. Ýsuaflinn var rúmlega 4 þúsund tonnum meiri nú á milli ára. Heildaraflinn í botnfiski á þessu tímabili er rúm 132 þúsund tonn upp úr sjó samanborið við tæp 125 þúsund tonn á sama tímabili í fyrra. Þetta er aukning upp á 6,2% – munar mestu um aukna veiði í ýsu og ufsa.

Uppsjávarfiskur

Á fyrstu 3 mánuðum fiskveiðiársins nam uppsjávarafli íslenskra skipa um 183 þúsund  tonnum. Það er tæplega 6 þúsund tonnum eða 3,3% minni afli en á sama tímabili á síðasta fiskveiðiári. Milli ára varð talsverð aukning á veiði í síld og kolmunna, en mikill samdráttur var á veiðum í makríl á milli ára, eða rúmlega 17 þúsund tonn.

Skel- og krabbadýr

Afli íslenskra skipa í skel- og krabbadýrum á þessum tíma fiskveiðiársins er tæpum 238 tonnum meiri en á fyrra ári sem samsvarar um 7,7% aukningu. Enn hafa veiðar á sæbjúgum verið að aukast en veiðar á hörpudisk hafa minnkað á milli ára.

Nýting aflamarks- og krókaaflamarksbáta á aflaheimildum í þorski og ýsu

Á fyrstu 3 mánuðum fiskveiðiársins höfðu aflamarksskip nýtt um 28,7% af aflaheimildum sínum í þorski (er þá tekið tillit til flutnings heimilda frá fyrra fiskveiðiári, sérstakra úthlutana auk almennrar úthlutunar á grundvelli aflahlutdeildar). Á fyrra fiskveiðiári var þetta hlutfall 28,6%. Þorskafli aflamarksskipa til kvóta á þessum hluta fiskveiðiársins nam tæpum 50 þúsund tonnum.

Þegar litið er til aflamarks í ýsu á sama tímabili þá hafa aflamarksskip nýtt rúm 20,5% ýsukvótans samanborið við rúm 18,6% á fyrra ári. Í heildina þá hafa aflamarksbátar notað rúm 28,8% af heildaraflamarki sínu fyrir yfirstandandi fiskveiðiár miðað við rúm 20,5% á fyrra ári.

Krókaaflamarksbátar hafa nýtt tæp 22,6% af aflaheimildum sínum í þorski (er þá tekið tillit til flutnings heimilda frá fyrra fiskveiðiári, sérstakra úthlutana auk almennrar úthlutunar á grundvelli aflahlutdeildar). Á fyrra fiskveiðiári var þetta hlutfall rúm 20,3%. Þorskaflinn hjá þeim var kominn í tæplega 9 þúsund tonn í ár, á sama tíma í fyrra var aflinn tæp 8 þúsund tonn.

Afli krókaaflamarksbáta í ýsu er tæp 3 þúsund tonn á fyrstu 3 mánuðum fiskveiðiársins og hafa þeir þá nýtt 35,5% krókaaflamarksins í ýsu. Í heildina þá hafa krókaaflamarksbátar notað um 21,9% af heildaraflamarki sínu fyrir yfirstandandi fiskveiðiár samanborið við um 20% á fyrra ári.

Tengt efni:

Aldrei verið betri staða til þess leiðrétta misskiptingu á Íslandi – 840 milljarðar greiddir af skuldum og góður afgangur

Aukið góðæri í ferðaiðnaði – Lífleg kortavelta erlendra ferðamanna í nóvember

Athugasemndir
Lesa meira