Connect with us

Innlent

Jólablað Sportveiðiblaðsins er að koma úr prentun

Sett inn:

þann

Jólablað SPORTVEIÐIBLAÐSINS er að skríða úr prentvélunum

,,Í þessu þriðja tölublaði ársins fær skotveiði sérstaklega mikið vægi. Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta er kominn heim og ræðir þriggja ára planið og veiðina.

Haraldur Haraldsson kynnir fyrir okkur Whaleriver í Kanada og Ellert Aðalsteinsson margfaldur meistari í skotfimi er í viðtali. Rasmus Ovesen færir okkur frásögn frá Astove hringrifinu þar sem hann berst við meistara eyðileggingana, risabrynstirtluna.

Við kynnumst fluguveiðifélaginu Ármönnum og fáum pistil frá Áka formanni Skotvís. Einnig gluggum við í jólabækurnar og birtum brot úr völdum bókum eins um Gunnar í Hrútatungu, Undir sumarhimni auk þess sem við gluggum í ritið Fiskivegir eftir Þór Sigfússonar en hún er um laxastiga sem Vífill Oddsson verkfræðingur hefur hannað eða komið að í gegnum tíðina.

Einnig eru pistlar og greinar, fluguhnýtingahornið er á sínum stað og margt áhugavert.

Gleðilega hátið!   Sportveiðiblaðið”    Hér er hægt að óska eftir áskrift af Sportveiðiblaðinu

Athugasemndir
Lesa meira