Connect with us

Fréttir

80% bókatitla prentaðir erlendis

Sett inn:

þann

Bókasamband Íslands hefur kannað prentstað íslenskra bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2018
Fjöldi titla sem prentaðir eru innanlands eru 124 og fækkar um 78 frá fyrra ári og sem hlutfall af heild dregst það saman milli ára um rúmlega 13%, er 20,2% í ár en árið 2017 var hlutfallið 33,4% á prentun bókatitla innanlands.
Fjöldi titla sem prentaður er erlendis er 490 eða 79,8% en var 402 eða 66,6% í fyrra.

Heildarfjöldi prentaðra bókatitla er 614 í Bókatíðindunum í ár en var 604 árið 2017.

Skoðað var hvert hlutfall prentunar innanlands og erlendis er eftir flokkum.

• Fræðibækur, bækur almenns efnis og listir eru alls 161; 63 (39%) prentuð á Íslandi og 98 (61%) prentuð erlendis.
• Skáldverk, íslensk og þýdd, eru 195; 37 (19%) prentuð á Íslandi og 158 (81%) prentuð erlendis.
• Saga, ættfræði, ævisögur, handbækur, matur og drykkur eru alls 61; 11 (18%) prentuð á Íslandi og 50 (82%) prentuð erlendis.
• Barnabækur, íslenskar og þýddar, eru alls 197; 13 (7%) prentuð á Íslandi og 184 (93%) prentuð erlendis.

Athugasemndir
Lesa meira