Connect with us

Afþreying

Skíðasvæðin í Siglufirði og Ólafsfirði opnuð

Sett inn:

þann

Skíðasvæðið í Tindaöxl opnaði í dag, sunnudaginn 9. desember.  Frítt er í fjallið á opnunardag eins og venja er. Einnig verður 20% afsláttur af vörum frá Fjallakofanum, kaffi, kakó og piparkökur fyrir gesti og gangandi. Kynning á starfinu framundan, námskeið o.fl. Sagt er frá opnununum á vefsíðunni Trölli.is

Skíðagöngubraut var troðin í dag í boði Árna Helgasonar ehf. á Skeggjabrekkudal. Tilvalið að skella sér á gönguskíði og koma svo í kaffi/kakó í skíðaskálann eftir góða útivist.

Skíðasvæðið í Skarðsdal Siglufirði var opnað í gær kl. 11.00, opið verður til kl. 16.00.

Til stóð að opna svæðið 1. desember, en vegna hlýinda í lok nóvember hvarf það mikill snjór, að ekki var hægt að opna svæðið þá.

Nú er aftur á móti kominn snjór í fjallið og Egill skarðsjarl ætlar að opna í dag.

Óþreyjufullir skíðagarpar ættu því að geta tekið gleði sína og skellt sér á skíði í Skarðsdal.

Hægt er að sjá vefmyndavél sem staðsett er í skálanum í Skarðsdal hér.

Á vefsíðu skíðasvæðisins í Skarðsdal má einnig finna nánari upplýsingar um opnunartíma og þar er einnig hægt að sjá upplýsingar úr veðurstöð og snjódýptarmælum.

Athugasemndir
Lesa meira