Connect with us

Fréttir

Eineltissaga af Alþingi – Hvað gerir Steingrímur J. Sigfússon nú?

Sett inn:

þann

Einelti virðist hafa tíðkast á Alþingi en getið er um slíkt tilvik á síðu Vigdísar Hauksdóttur í dag, þar sem að hún segir frá því er núverandi forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, barðist gegn einelti á vinnustaðnum fyrir sinn eigin samflokksmann: 

,,Saga af Alþingi frá í júní 2012

Björn Valur sakaði Jón Gunnarsson um að vera fullur í Alþingishúsinu kvöldið áður
Mér var algjörlega misboðið og sýndi mótmæli mín í verki og fór ekki í andsvar við Björn Val eftir ræðu mína – það gerðu fleiri í kjölfarið

Björn Valur tók þetta mjög nærri sér og beitti formanni sínum, Steingrími J. Sigfússyni í málinu

Sá gekk manna á milli daginn eftir í þinginu og baðst vægðar fyrir þingmanninn gegn því að hann myndi koma í ræðustól þingsins við upphaf þingfundar og biðjast afsökunar á lyginni sem hann bar á borð fyrir alþjóð – það gekk eftir
Auðvitað tókum við það gilt og þingstörf héldu áfram án hnökra

Sá hinn sami Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis í dag og á að vera forseti allra þingmanna
Hvað gerir Steingrímur J. Sigfússon nú? ” Segir Vigdís Hauksdóttir á vef sínum í dag.

Tengt efni:

Einelti á Alþingi íslendinga í boði Loga Einarssonar og Co. – Forseta Alþingis skylt að grípa inn í skv. lögum

 

Athugasemndir
Lesa meira

Fréttatíminn © 2018