Connect with us

Innlent

Penninn segir verðkönnun Fréttablaðsins ranga

Sett inn:

þann

Í Fréttablaðinu í morgun birtist verðkönnun sem gerð var þann 5. desember á 8 bókum í fjórum verslunum í Kringlunni: Bónus, Hagkaup, Pennanum Eymundsson í Norður-Kringlu og A4. Þar er fullyrt að bókaverð í verslun Pennans Eymundsson hafi verið hæst í öllum átta tilfellum.

,,Í könnuninni eru þó birt verð sem eru hreinlega ekki rétt, þar sem sex af þessum átta bókum voru á góðu tilboði þennan dag, sem fréttamaður Fréttablaðsins annað hvort missti af eða leit fram hjá.

Til dæmis má nefna bók Arnaldar Indriðasonar, „Stúlkuna hjá brúnni“. Í frétt Fréttablaðsins er verðið á henni birt sem 6.999 kr. þegar raunin er sú að hún var á tilboði á 5.299 kr. þennan dag og seldust öll eintök bókarinnar á því verði.
„Brúðan“ eftir Yrsu Sigurðardóttur er sögð kosta 6.999 kr. en í raun seldust öll eintök dagsins á 4.899 kr.
„Útkall“ Óttars Sveinssonar er sögð kosta 6.999 kr. en seldist einungis á 5.299 kr. umræddan dag.
Sömu sögu má segja um þrjár aðrar bækur á þessum lista.
Hefði blaðamaður haft þessar réttu upplýsingar um hönd þegar fréttin var unnin þá hefði verslun Pennans Eymundsson verið langt frá því að vera dýrust í þessari könnun og hefði í raun og veru verið næst ódýrust í flestum tilfellum.

Upplýsingarnar sem birtar eru í verðkönnun Fréttablaðsins eru því beinlínis rangar og könnunin augljóslega afar ófaglega unnin.

Stjórn Pennans vill endilega koma þessum leiðréttingum á framfæri.”

Athugasemndir
Lesa meira

Fréttatíminn © 2018