Connect with us

Fréttir

Íbúi í Reykjanesbæ fann sprengju heima hjá sér skv. upplýsingum lögreglu

Sett inn:

þann

Íbúi í Reykjanesbæ fann sprengju heima hjá sér skv. upplýsingum frá lögreglu:

,,Jólahreingerningin byrjaði með sprengju en þó ekki sprengingu hjá einum íbúa Reykjanesbæjar í gær. Þegar var verið að taka til á háalofti fannst þessi gamli sprengjuoddur frá varnarliðinu. Íbúinn hafði samband við lögreglu sem mætti á staðinn. Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar var fenginn á staðinn til þess að skoða og fjarlægja oddinn, sem reyndist vera óvirkur og hættulaus.

Göngum varlega um svona hluti, skuli þeir finnast, þar sem saga þeirra og virkni er ekki þekkt. Ekki meðhöndla hlutinn og hringið ávallt á lögreglu.”

Athugasemndir
Lesa meira