Connect with us

Fréttir

Gul viðvörun á Suður og Suðausturlandi

Sett inn:

þann

Suðurland

Austanstormur eða -rok (Gult ástand)

6 des. kl. 08:00 – 16:00

Austan 18-25 m/s, staðbundið 28 m/s, hvassast undir Eyjafjöllum austur í Mýrdal. Vindhviður geta náð 50 m/s við fjöll. Ökumenn fari varlega.

Suðausturland

Austan og norðaustan stormur eða -rok (Gult ástand)

6 des. kl. 08:00 – 20:00

Austan og norðaustan 18-25 m/s, hvassast í Öræfum og í Mýrdal. Vindhivður geta náð 50 m/s við fjöll. Ökumenn fari varlega.

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag má búast við austan og norðanaustan hvassviðri eða stormi. Hvassast verður við suður- og suðausturströndina. Búast má við talsverðri rigningu samhliða vindinum á Suðausturlandi, rigning eða slydda á Austfjörðum, snjókomu og skafrenning norðaustantil en úrkomulítið annars staðar, einkum á sunnanverðurm Vestfjörðum og á Vesturlandi.
Dregur ákveðið úr vindi og úrkomu um landið sunnanvert í kvöld, en áfram hvasst á norðanverðu landinu á morgun, einna hvassast á Vestfjörðum. Slydda eða snjókoma á köflum, einkum við ströndina, en lengst af þurrt syðra. Hiti víða 0 til 5 stig en vægt frost til landsins fyrir norðan og að 8 stigum allra syðst.
Búast má við einhverjum samgöngutruflunum og því æskilegt að fylgjast vel með fréttum af færð og veðri.

Veðurhorfur á landinu

Austan 15-25 m/s, hvassast syðst. Talsverð rigning SA-til, rigning eða slydda A-ast og snjókoma NA-lands, annars úrkomulítið. Dregur talsvert úr vindi og úrkomu á S-verðu landinu í kvöld og nótt. Hiti yfirleitt 1 til 6 stig, en vægt frost í innsveitum fyrir norðan.
Norðaustan 10-18 m/s á morgun, hvassast NV-til, en mun hægari S-til. Slydda eða snjókoma á köflum fyrir norðan, en bjart með köflum syðra. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost til landsins.
Spá gerð: 06.12.2018 09:45. Gildir til: 08.12.2018 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Austlæg átt, 8-15 m/s, hvassast syðst. Hiti 0 til 5 stig. Dálítil él á N-verðu landinu, en slydda eða rigning með köflum syðra fram eftir degi, en lægir síðan og léttir til og kólnar í veðri.

Á sunnudag:
Hæg austlæg eða breytileg átt bjartviðri, en vaxandi suðaustanátt og þykknar upp SV-lands um kvöldið. Frost víða 3 til 10 stig, en frostlaust við S-ströndina.

Á mánudag og þriðjudag:
Suðaustanhvassviðri með rigningu, en þurrt að kalla NA-til og hlýnar talsvert í veðri.

Á miðvikudag:
Dregur líklega úr vindi og úrkomu og kólnar heldur í veðri.
Spá gerð: 06.12.2018 07:32. Gildir til: 13.12.2018 12:00.

 

Athugasemndir
Lesa meira

Fréttatíminn © 2018