Connect with us

Aðsendar greinar

Einelti á Alþingi íslendinga í boði Loga Einarssonar og Co. – Forseta Alþingis skylt að grípa inn í skv. lögum

Sett inn:

þann

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, kemur fram fyrir alþjóð í fréttatíma Ríkisútvarpsins og lýsir því fyrir þjóðinni hvernig alþingismenn leggja Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkinn í einelti. Hvernig í veröldinni getur þetta gengið upp á Íslandi? Ég hélt að við værum komin lengra! 

Logi Einarsson kemur fram með þessa yfirlýsingu og opinberar fyrir þjóðinni það einelti sem að beitt er gagnvart samstarfsfélögum á Alþingi án þess að blikkna í nærmynd á Rúv.

Daginn eftir að Lilja Alfreðsdóttir sagði ósatt um að ekki hefði verið talað við sig eftir að leyni upptökurnar birtust í fjölmiðlum. Ef að einhver fjölmiðill hefði haft fyrir því að rífa sig upp úr meðvirkninni með þeim sem að hafa ráðist á þetta fólk s.l. þrjár vikur. þá er það almennt vitað að kona Sigmundar Davíðs, hafði strax samband við Lilju Alfreðsdóttur og ræddi þetta mál við hana.

Lilja Alfreðsdóttir kaus svo sjálf að svara ekki símtölum frá Sigmundi Davíð þegar að hann reyndi ítrekað að hringja í hana.

Svo mætir hún í Kastljósið og segir að ekkert hafi verið talað við sig! Hvað er hægt að kalla svoleiðis yfirlýsingu frammi fyrir alþjóð og án þess svo mikið sem að roðna?

Mér finnst þetta mál allt saman verið komið út úr kortinu á báða bóga. Sigmundur Davíð hefur ítrekað beðist afsökunar á ummælum og sem að hann m.a.s. viðhafði ekki, heldur félagar hans og á öllu þessu máli í heild sinni. En uppsker svo þessa framkomu af hálfu samstarfsmanna sinna á Alþingi.

Logi Einarsson ætti að skammast sín og fleiri, það er greinilega allt gert fyrir atkvæðin og einelti er bara business as usual og bara viðurkennt fyrir alþjóð eins og ekkert sé.

Það eru örfáir dagar síðan að einn þingmaður Pírata vék grátandi úr pontu eftir að hafa rifjað upp það einelti sem að hann varð fyrir, fyrir áratugum. Logi segir hann nú vera í hópi gerenda ásamt öllum hinum flokksfélögum í stjórnarandstöðunni. Herör hefur verið skorin í öllu skólakerfi landsins og á vinnustöðum gegn einelti og svo kemur þessi Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar með þessar stórkallalegu yfirlýsingar beint frá æðstu stofnun Íslands! Hvílík fyrirmynd!  Hvílíkt stórmenni!  Skammist ykkar allir með tölu!

Það getur ekkert annað verið en að forseti Alþingis og skrifstofustjóri Alþingis boði strax til sérstaks neyðarfundar út af þessu máli. Enda er þeim það skilt samkvæmt lögum sem æðstu stjórnendur á vinnustaðnum Alþingi. Alþingi hefur sjálft sett lög um eineltismál og hér er gripið niðri í eitt ákvæðið :

,,Mikilvægt er að stuðla að gagnkvæmri virðingu á vinnustöðum, svo sem með því að auka vitund og skilning á að einelti, áreitni eða ofbeldi er hegðun sem er óheimil á vinnustöðum og að hið sama eigi við um kynferðislega áreitni og ofbeldi.  Í reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum er áhersla lögð á að innan hvers vinnustaðar sé stuðlað að forvörnum og aðgerðum gegn slíkri háttsemi. Atvinnurekandi skal skv. reglugerðinni gera starfsfólki það ljóst að einelti, áreitni eða ofbeldi er óheimil á vinnustað og honum ber skylda til að koma í veg fyrir að slíkt viðgangist á vinnustaðnum.”

 : Jón Gunnarsson, sölufulltrúi og fyrrverandi þolandi eineltis 

Athugasemndir
Lesa meira

Fréttatíminn © 2018