Connect with us

Aðsendar greinar

Áskriftargjald að Stöð 2, hjá Sýn, þrefaldast við innheimtu

Sett inn:

þann

Það getur verið dýrt að vera fátækur, segir einstæð móðir sem að sendi neðangreindan póst

,,Ég er einstæð móðir og öryrki og eins og alþjóð veit, þá erum við með til ráðstöfunar fyrir heimilið, upphæð sem er langt undir framfærsluviðmiði og þar að auki er fátæktin skattlögð á meðan að hægri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hlúir vel að milljónamæringunum sem að sleppa best skattalega. Ekki megum við heldur bjarga okkur, því að þá er hver króna tekin af okkur með krónu á móti krónu skerðingu sem er ekkert annað er fasismi.

Mér datt í hug að senda ykkur upplýsingar um það hvernig skuldir okkar vaxa ef maður nær ekki að borga þær á réttum tíma, en ég var með stöð tvö fyrir börnin aðallega en varð að segja henni upp þar sem að ég hef ekki efni á slíkum lúxus á Íslandi. Áskriftargjaldið var um 10.500 krónur á mánuði en þegar að það fer í innheimtu hjá Sýn til Motus, þrefaldast það.

Ég skuldaði tvo mánuði hjá þeim með eindaga í september og oktober og bara innheimtukostnaðurinn er um 35.000 krónur + 10.500 kr. x tveir mánuðir í áskriftargjald eða 56.000 krónur fyrir tvo mánuði. Það getur verið dýrt að vera fátækur þegar að maður er óvarinn fyrir okur kostnaði þegar að ekki er hægt að greiða á réttum tíma og ég gerði þau mistök að kaupa þessa áskrift.

Mér finnst þetta ansi hreint blóðugt þar sem að tugir þúsunda íslendinga eiga ekki fyrir lágmarks framfærslu og alveg pottþétt að ég hef ekki verið sú eina sem að hefur ekki borgað á réttum tíma hjá þeim. 56.000 krónur með kostnaði. Það hljóta a.m.k. allir að vera sammála um að þetta er of mikið og ósanngjarnt.

Þetta er bara tilbúinn kostnaður upp á mörg hundruð prósent, langt umfram raunverulegan kostnað sem að ætti jú bara að vera dráttarvextir upp á kannski svona þúsund kall ef að það næði því. Þannig er það hjá siðmenntuðum þjóðum en Ísland er jú bananalýðveldi eins og við öll vitum.  Í raun er enginn kostnaður annar en dráttarvextir á skuld sem að er sett í heimabankann hjá manni og kröfueigandinn þarf ekki að skella smáskuld í innheimtu eftir nokkra daga. Hvað græðir hann á því? Er ekki eitthvað neytendabatterí á Íslandi?

Íslendingar eiga heimsmet í háum áskriftargjöldum og okur innheimtugjöldum, það sé ég best núna, nýflutt til Spánar. Það gerði ég því að hægri ríkisstjórnin hefur unnið að því hörðum höndum síðan að hún tók við, að gera okkur öryrkja að flóttamönnum frá eigin landi og í staðinn koma um 50.000 innflytjendur sem að eru notaðir sem hræódýrt vinnuafl eins og kom fram í fréttaskýringarþættinum Kveik á dögunum.” Segir einstæð móðir og öryrki sem að sendi gögn og póst um málið.

Athugasemndir
Lesa meira