Connect with us

Viðskipti

Sigríður Guðmundsdóttir ráðin af stjórn Arion banka sem innri endurskoðandi bankans

Sett inn:

þann

Sigríður Guðmundsdóttir hefur verið ráðin af stjórn Arion banka sem innri endurskoðandi bankans og mun hún hefja störf fljótlega á nýju ári.

Sigríður hefur verið innri endurskoðandi Marel frá árinu 2010. Áður starfaði hún hjá Alcoa m.a. við innra eftirlit og í innri endurskoðun hjá Landsbankanum. Sigríður situr í endurskoðunarnefndum Stefnis og Sparisjóðs Austurlands.

Sigríður er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með meistaragráðu í reikningskilum og fjármálum frá London School of Economics and Political Science. Hún er jafnframt vottaður innri endurskoðandi (CIA).

Athugasemndir
Lesa meira

Fréttatíminn © 2018