Connect with us

Menning, Ferðalög, Viðtöl og Fleira

HEILAHEILL fékk viðurkenningu frá SAFE fyrir frábært starf!

Sett inn:

þann

Á aðalfundi SAFE (Evrópusamtaka slagþola) nú í morgun, eftir tveggja daga ráðstefnu, var HEILAHEILL heiðrað sérstaklega fyrir frábæra frammistöðu í starfi.
Stjórn SAFE ákvað að veita styrki til smærri aðildarfélaga er hafa verið með framúrskarandi vinnu fyrir hönd heilablóðfallssjúklinga á árinu 2018.

Þórir Steingrímsson, formaður félagsins veitti þessari viðurkenningu móttöku og þakkaði fyrir hönd félagsins.

Baldur Benedikt Ermen-rekur Kristjánsson og Páll Hallfreður Árdal sátu einnig ráðstefnuna á vegum HEILAHEILLA er fór fram í Berlín 27.-29. nóvember 2018.

 

Athugasemndir
Lesa meira

Fréttatíminn © 2018