Connect with us

Erlent

Netanyahu verði kærður

Sett inn:

þann

Ísraelska lögreglan vill að Benjamin Netanyahu forsætisráðherra og kona hans Sara verði kærð fyrir mútuþægni og spillingu. Málinu hefur verið vísað til ríkissaksóknara landsins, þetta eru þriðju slíku tilmæli sem saksóknara berast frá lögreglu á árinu. Netanyahu neitar alfarið sök.
Rannsóknin snýst um hvort að fjarskiptafyrirtækið Bezeq hafi notið sérstakrar fyrirgreiðslu í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun um Netanyahu og konu hans í fjölmiðlum.
Í febrúar s.l.  mælti lögreglan með því að gefin yrði út ákæra á hendur Netanjahu vegna tveggja spillingarrannsókna og bætist því þetta mál við sem þriðja mál lögreglu gegn Netanyahu.

Athugasemndir
Lesa meira

Fréttatíminn © 2018