Connect with us

Erlent

George Herbert Walker Bush, 41. forseti Bandaríkjanna, látinn

Sett inn:

þann

George Herbert Walker Bush,  sem varð 41. forseti Bandaríkjanna, er látinn, 94 ára að aldri.
Bush fæddist í Milton í Massachusetts 12. júni 1924. Eftir viðskiptafræðinám við Yale-háskóla flutti hann til Texas ásamt konu sinni Barböru og elsta syninum, George W. Bush.

Barbara kona hans lést í apríl á þessu ári. Þá höfðu þau verið gift í 73 ár. Þau eignuðust sex börn og fimm þeirra eru enn á lífi. Elstur er George W. Bush sem varð 43. forseti Bandaríkjanna árið 2001. Önnur eftirlifandi börn þeirra hjóna eru Jeb, Neil, Marvin og Doro.

Athugasemndir
Lesa meira

Fréttatíminn © 2018