Connect with us

Erlent

Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen, heimsmeistari í þriðja sinn

Sett inn:

þann

Norðmaðurinn Magnus Carlsen varði heimsmeistaratitil sinn í skák í þriðja sinn í dag. Hann hafði betur gegn Bandaríkjamanninum Fabiano Caruana í bráðabana sem fram fór í Lundúnum. Caruana og Carlsen tefldu tólf skákir og lauk þeim öllum með jafntefli, því varð að gripa til bráðabana sem að hófst klukkan þrjú í dag.

Bráðabaninn fór þannig fram að skákmeistararnir tefldu fjögurra skáka atskák með 25 mínútna tímamörkum á hverja skák og með 10 sekúndna viðbótartíma á hvern leik.

Það þurfti þrjár skákir til þess að útkljá sigurvegara dagsins og Magnus Carlsen vann tvær fyrstu skákirnar en 2,5 vinning þurfti til sigurs. Þriðja viðureignin var spennandi því Caruana átti lítinn tíma eftir á klukkunni og sá hann að hann var fallinn á tíma og varð því að gefa skákina. Carlsen vann þar með þriðju skákina og tryggði sér heimsmeistaratitilinn að nýju.

Athugasemndir
Lesa meira