Connect with us

Erlent

Herlög sett á í Úkraínu

Sett inn:

þann

Úkraínska þingið ákvað í kvöld að setja herlög í landinu í 30 daga frá 28. nóvember næstkomandi. Á meðan herlögin gilda geta stjórnvöld stöðvað almannasamkomur og m.a. ritskoðað fjölmiðla landsins ofl.

Rússar tóku 23 úkraínska sjóliða til fanga og hertóku þrjú úkraínsk skip í gær. Petro Prosjenkó, forseti Úkraínu, lagði til við þingið að sett yrðu á herlögin.

Rússnesk yfirvöld staðfestu að hafa hertekið þrjú úkraínsk skip, tvö herskip og einn dráttarbát á Kerch-sundinu en rússneskt skip landhelgisgæslunnar skaut á úkraínsku skipin.
Rússar saka Úkraínumenn um að hafa farið ólöglega inn á rússneskt hafsvæði sem er undan strönd Krímskaga sem Rússar yfirtóku ólöglega árið 2014.

 

Athugasemndir
Lesa meira

Fréttatíminn © 2018