Connect with us

Aðsendar greinar

Bók Birgittu og myndirnar af Múhameð spámanni – Er Vændiskona Vændisfræðingur?

Sett inn:

þann

Bók Birgittu og myndir af Múhameð spámanni. Er Vændiskona orðin Vændisfræðingur?

Þessa vikuna hefur verið fátt meira rætt á meðal íslenskra bókstafstrúar- og öfgahópa sem og fræðinga en um „Skaðleg­ar staðalí­mynd­ir“  í bók Birgittu Haukdal. Bókin heit­ir „Lára fer til lækn­is“. Þar er sagt frá því og sýnt með mynd hvernig „hjúkr­un­ar­kona“ í kjól kem­ur, við sögu og tek­ur við af karl­kyns lækni og aðstoðar sögu­per­són­una.

Þetta er enn eitt bullið sem að öfgahópar blása upp í þjóðfélaginu og maður lokar eyrunum alveg fyrir. Eða réttara sagt, skrúfa niður í hljóð og myndmiðlum og fletti framhjá þessu á netinu.

Birgittu urðu þau hræðilegu “mistök” á, að hafa nefnt hjúkku sem að á að hafa verið að sinna barni, ,,hjúkrunarkonu” í stað hjúkrunarfræðings. Lætin í sambandi við þetta risa stóra og graf alvarlega mál minntu mann helst á þegar að Múslimar fóru svipuðu offari vegna teikninga af Múhameð spámanni, nema það vantaði bara sveðjurnar, hér notum við bara lyklaborð, ennþá.

Og sumir nota bara ennþá penna, eins og Jón Sigurðsson heitinn, þegar að hann kvíttaði upp á aðskilnað við hið ljúfa líf sem að við ættum ennþá, ef við hefðum aldrei sagt skilið við dani en það er önnur saga.

Þetta risavaxna “mál” byrjað allt á því að birt var frétt um að í bókinni væri sagt að „Hjúkr­un­ar­kona“ í kjól aðstoðaði lækn­i. Og ekki leynir sér öfga femínisminn og bókstafstrúarofstækið þegar að í næstu setningu er sagt: „Það að smætta hlut­verk hjúkr­un­ar­fræðings í að vera sæt og fín í kjól að aðstoða lækn­inn og kenna barni að nota hækj­ur er ótrú­lega ófrum­leg og skaðleg staðalí­mynd á starfi sem er svo mikið flókn­ara, fjöl­breytt­ara, ábyrgðarmeira og skemmti­legra en fólk ger­ir sér grein fyr­ir.“  Og svo er haldið áfram á fullu gasi:

Þessi birt­ing­ar­mynd er fordæmd og ,,for­eldrar eru beðnir um að að út­skýra fyr­ir börn­um sín­um að þetta gefi skakka mynd af raun­veru­leik­an­um”. Það er spurning hvort að blessuð börnin þurfi ekki bara hreinlega áfallahjálp?  Í kjölfarið væri líka réttast að hefja bókabrennur að nýju, jafnvel bara fara alla leið og hefja nornabrennur?  Er ekki allt í lagi að slaka aðeins á í bókstafstrúnni og öfgunum?

Við erum bara að fjalla hér um sára saklausa barnabók en sýnir okkur samt hve öfgarnir á Íslandi eru orðnir yfirgengilegir hjá öfgahópum hér í langi. Ég las t.d. um svarta Sambó og allskonar bækur og veit ekki til þess að nokkur hafi orðið fyrir áfalli vegna þess af minni kynslóð og þeir sem að maður spjallar við, í heitu pottunum, hrista bara hausinn yfir þessu bulli öllu saman og hafa gaman af.

Að sjálfsögðu hefur málshefjandi aðeins ætlað að lýsa verklagi og athugasemdum sínum um störf hjúkrungarfræðinga í facebook færslu sinni en þjóðin fór svo á flug og skiptist í marga hópa og allir voru allt í einu orðnir sérfræðingar í þessu stóra máli, hver á sinn hátt.

Ég rakst t.d. á þessa fyndnu lýsingu hér að neðan um ýmis starfsheiti svona af þessu tilefni. En ég óska öllum góðrar helgar, gangið hægt um gleðinnar dyr og í guðanna bænum passið ykkur á því að mismæla ykkur ekki, því þá verðið þið tekin af lífi í netheimum!

En smá grín er vonandi enn skaðlaust 🙂   Góða helgi, Jón Guðmundsson.

 • Vændiskona = Vændisfræðingur
  Leikari, leikkona = Leikfræðingur
  Verkakona, verkamaður = Verkfræðingur
  Lögreglukona, lögreglumaður = Lögreglufræðingur
  Mamma, pabbi = Foreldrafræðingur
  Kranamaður = Kranafræðingur
  Sölumaður, sölukona = Sölufræðingur
  Flugmaður = Flugfræðingur.
  Kassadama = Kassafræðingur
  Afgreiðslukona = afgreiðslufræðingur
  Sjómaður = Sjófræðingur
  Ruslakonur, ruslamenn = Sorphirðufræðingar
  Vælukjói = Vælufræðingur. 🤣

 

Athugasemndir
Lesa meira

Fréttatíminn © 2018