Connect with us

Afþreying

Widows í bíó, leikstýrð af Steve McQueen sem er þekktastur fyrir Óskarsverðlaunamyndina 12 Years a Slave

Sett inn:

þann

Widows er stórkostlegt spennudrama með hörku leikarateymi – Frumsýnd 23. nóvember

Widows, leikstýrð af Steve McQueen sem er þekktastur fyrir Óskarsverðlaunamyndina 12 Years a Slave, hefur fengið mikið lof gagnrýnenda.

Myndin fjallar um fjórar konur frá Chicago sem taka málin í sýnar hendur þegar þær eru krafnar um fúlgur fjár sem látnir eiginmenn þeirra skulda harðsvíruðum glæpaforingja. Fréttatíminn mætti á forsýningu og fyrir þá sem að eru hrifnir af spennumyndum, þá er óhætt að mæla með Widows.

Leikarar standa sig mjög vel undir stjórn hins heimsfræga leikstjóra Steve McQueen sem er þekktastur fyrir Óskarsverðlaunamyndina 12 Years a Slave. Söguþráðurinn er margslunginn og kemur verulega á óvart hversu vel hann er fléttaður og óhætt að segja að myndin endar á óvæntan hátt og er alls ekki eins fyrirséður endir eins og oft er.  Widows er stórkostlegt spennudrama með hörku leikarateymi.

Leikstjórn: Steve McQueen

Leikarar: Viola Davis, Michelle Rodriguez, Elizabeth Debicki, Carrie Coon, Liam Neeson, Colin Farrell, Jon Berthal, Daniel Kaluuya, Robert Duvall

Athugasemndir
Lesa meira

Fréttatíminn © 2018