Connect with us

Fréttir

Olíufélögin bregðast neytendum, heimsmarkaðsverð hefur snarlækkað síðustu vikurnar

Sett inn:

þann

,,Heimsmarkaðsverð á olíu hefur verið að lækka nokkuð síðustu vikurnar. Engu að síður hefur þessi lækkun ekki verið að skila sér til fulls íslenskum neytendum til handa. Í dag lækkaði bensínlítrinn um þrjár krónur hér á landi.” Að sögn FÍB.

,,Heimsmarkaðsverð á olíu hefur snarlækkað síðustu vikurnar. Frá byrjun október hefur tunnan af Brent-olíu lækkað um 25%, farið úr 86 dollurum í 63 dollara og er hráolíuverð nú svipað og það var fyrir ári síðan. Að teknu tilliti til gengis íslensku krónunnar gagnvart bandaríkjadollar þá er meðal álagning á bensíni það sem af er nóvembermánuði um 8 krónur á lítrann umfram það sem var fyrstu mánuði ársins.

Orkan réð á vaðið og lækkaði verðið um þrjár krónur á lítrann laust fyrir klukkan tvö í dag. Lítrinn fer úr 228,60 krónum í 225,60 krónur.

Álagning á dísilolíu í nóvember er 5 krónum hærri en í október og 12 krónum yfir meðal álagningu ársins 2012 svo dæmi sé tekið.”

Athugasemndir
Lesa meira

Fréttatíminn © 2018