Connect with us

Menning, Ferðalög, Viðtöl og Fleira

Dúkkulísurnar með jólatónleika og nýja plötu ásamt Pálma Gunnarssyni

Sett inn:

þann

Ekki er nóg með að það sé að koma út jólaplata heldur er miðasala á jólatónleikana í fullum gangi.  Dúkkulísur ásamt hinum eina sanna Pálma Gunnarssyni – Valaskjálf 1. des, Bæjarbíó 5. des og Græni hatturinn 6. des.

Nýja jólaplatan er væntanleg á allra næstu dögum og hægt er að  tryggja sér eintak í forsölu, með því að senda þeim skilaboð,  diskurinn kostar 3.900kr og vínylplata 4.900kr.

Enn og aftur jól

Hinar einu sönnu Dúkkulísur ætla að endurtaka leikinn og halda jólatónleika í ár!

Dúkkulísurnar láta sér það ekki nægja heldur kynna þær einnig glænýja jólaplötu – Jól sko! – til sögunnar. Og eins og allir vita er ekki hægt að halda jól án Pálma Gunnarssonar sem verður heiðursgestur tónleikanna. Gömlu góðu jólalögin verða líka rifjuð upp og að sjálfsögðu nóg af rokki – Pamela í Dallas rokk og ról!

Tónleikarnir verða á eftirfarandi stöðum:
1. desember (laugardagur) – Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum
5. desember (miðvikudagur) – Bæjarbíó, Hafnarfirði
6. desember (fimmtudagur) – Græni Hatturinn

Tónleikarnir hefjast kl 21:00 og húsið opnar 20:00
Verð kr. 3.900 miðar fást á tix.is og kaupamida.is

Athugasemndir
Lesa meira