Connect with us

Fólk

Ásbjörn hlaut silfurverðlaun á EuroSkills í Búdapest

Sett inn:

þann

Ásbjörn hlaut silfurverðlaun á EuroSkills í Búdapest

Ásbjörn Eðvaldsson hlaut silfurverðlaun á EuroSkills í Búdapest, hann keppti í rafeindavirkjun og hlaut 710 stig sem er framúrskarandi árangur, 6 keppendur tóku þátt í greininni. Átta keppendur frá Íslandi tóku þátt í EuroSkills, sem fór fram dagana 26.-28. september og allir sem einn stóðu sig mjög vel. Íslenski hópurinn fékk þrjár viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur eða „medal of excellence“ auk silfurverðlauna, en viðmiðunarmörk til að ná því eru 700 stig.

Haraldur Örn Arnarson prentsmiður hlaut 704 stig og varð í 6. sæti af 14 keppendum, Jón Þór Einarsson rafvirki hlaut 700 stig og varð í 8. sæti af 15 keppendum og Kristinn Gísli Jónsson matreiðslumaður hlaut einnig 700 stig og varð í 10.-12. sæti af 23 keppendum. Auk þess kepptu Finnur Ingi Harrýsson í málmsuðu, Sigurður Borgar Ólafsson í framreiðslu, Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir í bakstri og Þröstur Kárason í trésmíði.
Verkiðn – Skills Iceland er afar stolt af keppenndum sínum og er um að ræða besta árangur á Evrópumóti til þessa. Keppendurnir voru valdir af hverri grein til að keppa fyrir Íslands hönd og hafa verið undir handleiðslu þjálfara frá því í vor, sem fór með þeim á mótið.
Frábær stemning er í keppendahópnum að loknu móti og allir sammála um að reynslan mun gagnast þeim til að þroskast sem fagmenn og skila góðum minningum um þátttöku á EuroSkills í Búdapest 2018.
Verkiðn – Skills Iceland er aðili að World Skills Europe sem heldur EuroSkills og hefur verið þátttakandi á vettvangi samtakanna og systursamtakanna WorldSkills frá árinu 2007.
Skoðaðu keppnina og íslensku keppendurna
Hægt er að skoða keppnina og þátttöku íslensku keppendaanna á Facebook- og Instagramsíðum Verkiðnar:

Hópmynd af þátttakendum ásamt liðsstjóra. F.v. Þórey, Ásbjörn, Sigurður Borgar, Svanborg liðsstjóri, Þröstur, Kristinn, Haraldur Örn, Jón Þór og Finnur Ingi.

 

Athugasemndir
Lesa meira

Fréttatíminn © 2018