Connect with us

Afþreying

Nýtt Sportveiðiblað kynnt á landbúnaðarsýningunni – Viðtal við Ingu Lind

Sett inn:

þann

Nýtt Sportveiðiblað kynnt á landbúnaðarsýningunni

Nýtt tölublað Sportveiðiblaðsins er nýkomið úr prentvélunum og fer í dreifingu í vikunni.
Sportveiðiblaðið er með bás á landbúnaðarsýningunni sem að stenur nú um helgina og við ræddum við Gunnar Bender og konu hans Maríu Gunnarsdóttur sem að stóðu vaktina og ræddu við áhugasama veiðimenn og konur. Landbúnaðarsýningin er sú stærsta á undanförnum áratugum og fleiri þúsund gestir hafa heimsótt eina glæsilegustu sýningu á Íslandi, þar sem að nóg er af áhugaverðum sýningaraðilum.

,,Það er búin að vera rosalega mikil traffík á sýningunni og bara alveg stappað í dag af fólki, við höfum fengið fjöldan allan af gestum á bás okkar og bjóðum alla velkomna til okkar á básinn okkar sem er númer A9.
Við erum að kynna nýútkomið Sportveiðiblað og fleira. Fólk hefur verið að koma í áskrift hjá okkur hér á sýningunni en við erum að gefa út þrjú til fjögur Sportveiðiblöð á ári og höfum tryggan hóp áskrifenda. Hægt er að óska eftir áskrift af Sportveiðiblaðinu HÉR
Viðar Egilsson fluguhnýtari situr og hnýtir alla helgina á básnum hjá okkur og hefur það vakið mikla lukku og athygli og veiðimenn hafa komið og gefið sig á tal við hann og horft á hann hnýta flugur.,, Sagði Gunnar Bender.

,,Nýja blaðið er stútfullt af skemmtilegu efni. Þar ber hæst viðtal við Ingu Lind Karlsdóttur fjölmiðlakonu, Ragnar Hólm Ragnarsson veiðilistamanns, Pál í Veiðisafninu á Stokkseyri, Halldór Gunnarsson sem veiddi 400 punda Blue Merlin í Mexíkó og Kalla Lú á Langárbökkum.
Einnig er kíkt á 40 ára afmælishátíð Skotvís og lesnar eru veiðisögur úr Straumfjarðará. Ef þú ert ekki þegar áskrifandi – geturðu skráði þig í snatri á heimasíðu okkar og fengið nýjasta tölublaðið sent heim!
Hér er Inga Lind Karlsdóttir með fyrsta eintakið af nýjasta tölublaði Sportveiðiblaðsins. Dreifing er komin á fullt og því stutt í að áskrifendur fái blaðið inn um lúguna hjá sér.

Athugasemndir
Lesa meira