Connect with us

Fréttir

Vigdís Hauksdóttir segir innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vanhæfa til að rannsaka sig sjálfa

Sett inn:

þann

Braggamálið svokallaða verður alltaf meira tortryggilegt eftir því sem að kafað er dýpra. Vigdís Hauksdóttir sagði í gær að hún gæti ekki lengur treyst upplýsingum frá Ráðhúsinu, því að hún hefði fengið rangar upplýsingar um rúmlega hundrað milljóna króna reikning. Hún sagði jafnframt að það væri ekki eðlilegt að borgin rannsakaði sig sjálfa og að ekkert traust geti nú verið um slíka rannsókn þar sem að svo margir aðilar væru vanhæfir.

Vigdís sagði að bæði borgarlögmaður og innri endurskoðandi sem að m.a. sitja borgarráðsfundi, væru algerlega vanhæfir og að það væri slæmt að Dagur B. Eggertsson gæti ekki mætt í Kastljós og svarað fyrir málið sem framkvæmdastjóri í þessu braggamáli.
Borgarlögmaður hefur t.d. ekki veitt umbeðnar upplýsingar um málið síðan 2017 og að allt starfsfólk í ráðhúsinu sitji við sama borð þegar að kemur að þessu máli. Þess vegna væri það nauðsynlegt að fá óháðan rannsóknaraðila til þess að rannsaka allt málið og fjármál borgarinnar almennt.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir mætti fyrir hönd borgarinnar en þar sem að aðkoma hennar er lítil að málinu og það að Dagur B. Eggertsson mætt ekki í viðtalið, varð til þess að fátt var um svör af hálfu borgarinnar.
En Þórdís Lóa tók þó undir með Vigdísi að skoða þyrfti fjármál borgarinnar en varðist þó þeirri hugmynd að til þess væri fenginn óháður og hlutlaus aðili og lagði áherslu á að best væri að borgin rannsakaði sig sjálf með sinni eigin innri endurskoðun sem að Vigdís telur vanhæfa.

Fjáraustur hafi verið úr borgarsjóði og á vitorði allra sem að málinu koma en engin hafi gert nokkurn hlut til þess að stöðva bruðlið. Þá var einnig rætt að það væri lenska að allar kostnaðaráætlanir hjá ríki og borg stæðust ekkert og kostnaður gæti verið margfalt hærri með blessun pólitíkusa.
Nýjasta dæmið um bruðlið varðandi braggann í Nauthólsvík eru sérinnflutt strá frá Danmörku upp á tæpa milljón krónur auk væntanlegs kostnaðar við kaupin, sem að vaxa víða á Íslandi og hefðu ekki þurft að kosta krónu.
Vigdís Hauksdóttir sem að er mikil garðyrkjumanneskja, færði Einari Þorsteinssyni smekklegan vönd af hinum umdeildu stráum, sem að átti erfitt með að leyna brosi sínu yfir fáránleika málsins.

 

Athugasemndir
Lesa meira