Connect with us

Fréttir

Alþingi óskaði ekki eftir umsögn stærsta stangaveiðifélags á Íslandi um breytingu á lögum um fiskeldi

Sett inn:

þann

Alþingi óskaði ekki eftir umsögn frá stærsta stangaveiðifélagi á Íslandi á heildar breytingum á ýmsum lagaákvæðum sem að varða fiskeldi 

Jón Þór Ólason formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur furðar sig á því og lýsir yfir vonbrigðum sínum vegna þessa í umsögn SVFR til Alþingis.

Í umsögn SVFR er farið vandlega yfir ýmsar lagagreinar og óskað eftir breytingum á þeim með rökum. Jafnframt er því beint til Alþingis, í lokaorðum umsagnarinnar að eðlilegast væri að Atvinnuveganefnd Alþingis færi frekar í heildar endurskoðun á löggjöf um fiskeldi í stað þess að ráðast í óvandaðar og umdeildar breytingar á núverandi löggjöf. Þess ber að geta að Jón Þór Ólason formaður SVFR er starfandi lögmaður.
Fréttatíminn hefur áður fjallað um áhrif laxeldis á veiðiár í Noregi þar sem að búið er að loka einni af hverjum fimm laxveiðiám vegna laxeldis.

,,Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi. SVFR hefur þegar framsent Alþingi umsögn sína.

SVFR hefur ávallt lagst gegn sjókvíaeldi við Íslandsstrendur enda sýna bæði rannsóknir sem og reynsla annarra þjóða sem stunda laxeldi í opnum sjókvíum að ýmsir smitsjúkdómar, sníkjudýr og slysasleppingar munu óhjákvæmilega skaða lífríki í ám og vötnum hér á landi.
Er váin raunar meiri hér á landi þar sem heimilað hefur verið sjókvíaeldi á kynbættum laxi af norskum uppruna, einfaldlega vegna þess að norski laxinn er erfðafræðilega frábrugðinn íslenskum laxastofnum og erfðamengunin, sem er óhjákvæmileg, dregur úr hæfni villta laxins til að lifa af, fjölga sér, skemmir aðlögunarhæfni og eyðileggur ratvísina.
Hin óhjákvæmilega genablöndun eldislaxs af norskum stofni við villtan lax mun valda óbætanlegu tjóni. Því er mikilvægt að vandað sé til verka og að skammtíma pólitískir hagsmunir verði ekki látnir ráða för. Að mati SVFR hefði verið mun eðlilegra að samin yrði ný heildarlöggjöf um fiskeldi, standi vilji Alþingis virkilega að skapa sátt um þessi mál og gæta að náttúruverndarsjónarmiðum.”

Í formála umsagnar SVFR til Alþingis segir m.a. :,,

Hér er hægt að lesa umsögn SVFR í heild sinni og að neðan : umsogn_fiskeldi_svfr

https://www.frettatiminn.is/2018/22/04/ein-af-hverjum-fimm-laxveidiam-lokud-stangaveidimonnum-vegna-laxeldis/

Athugasemndir
Lesa meira

Fréttatíminn © 2018