Connect with us

Erlent

Kim Lar­sen lát­inn

Sett inn:

þann

Kim Lar­sen lát­inn


Danski tón­list­armaður­inn Kim Lar­sen er lát­inn, 72 ára gam­all, en hann hef­ur glímt við langvar­andi veik­indi og lést hann nú í morgun. Kim Lar­sen greind­ist með blöðru­hálskrabba­mein í desmeber á síðasta ári og af­lýsti þá þegar, öll­um tón­leik­um með hljóm­sveit sinni Kim Lar­sen & Kjukk­en. 
Eins og aðdáendur Lar­sen muna, þá bað hann á face­booksíðu hljóm­sveit­ar­inn­ar, auðmjúklega af­sök­un­ar á ónæðinu sem að hann væri að valda tón­leika­gest­um. „Ég er að verða gam­alt flón og hef neyðst til að horf­ast í augu við að ég þarf tíma til að koma mér í form aft­ur. En ég reikna ör­ugg­lega með að vera til­bú­inn í sum­ar.“

Kim Larsen kom fram á tón­leik­um í sum­ar, m.a. Smuk­fest hátíðinni í Skand­er­borg.
Á vef söngv­ar­ans seg­ir Jepp­esen að eig­in­kona Lar­sen, Liselotte, og börn hans, Pelle, Sylvester, Alice Eva, Molly, Hjal­mer og Lui, hafi verið hjá hon­um þegar hann lést og að út­för­in verði hald­in í kyrrþey. Fjöl­skyld­an ósk­ar eft­ir því að fá frið frá fjöl­miðlum til þess að syrgja.
Björgvin Halldórsson minnist Larsen á facebooksíðu sinni en þeir spiluðu báðir í hljómsveitum er spiluðu í klúbbum í Kaupmannahöfn í kringum árið 1970.

Athugasemndir
Lesa meira