Connect with us

Fréttir

Hraðferðir með Strætó á Guns N’ Roses – Götulokanir

Sett inn:

þann

Hraðferðir með Strætó á Guns N’ Roses

Hvenær og hvernig er best að komast á tónleikana?
Stærstu og fjölmennustu tónleikar Íslandssögunnar fara fram þriðjudagskvöldið 24. júlí í blíðskaparveðri í Laugardalnum ef marka má veðurspá. Þegar saman koma um 25 þúsund einstaklingar á sama stað er að mörgu að huga, ekki síst samgöngumálum.

Skipuleggjendur tónleikanna hvetja fólk eindregið til að fara tímanlega niður á völl til að forðast raðir. Við hvetjum Reykvíkinga og alla sem hafa tök á því að nýta sér virka ferðamáta, ganga eða hjóla, þar sem Laugardalurinn er einmitt í hjarta Reykjavíkur og í ákjósanlegri fjarlægð fyrir flesta íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Völlurinn opnar klukkan 16:30 og fljótlega eftir það stígur hljómsveitin Brain Police á svið.
Götulokanir: Reykjavegur verður lokaður fyrir og á meðan tónleikum stendur og þá verður Engjavegur lokaður frá klukkan 16 nema fyrir tónleikagesti. Suðurlandsbraut verður lokuð að hluta eftir að tónleikum lýkur.
Til að komast á völlinn:
Tónleikahaldarar ásamt lögreglu og Reykjavíkurborg mælast til þess að fólk fari tímanlega af stað og nýtist eins og frekast er kostur við almenningssamgöngur, virka ferðamáta (ganga eða hjóla) eða sameinist í bíla. Besti staðurinn til þess að hleypa fólki út úr leigu eða fólksbílum er við Glæsibæ eða á Sundlaugarvegi.
Bílastæðin í kringum Laugardalshöllina eru opin en til þess a leggja þurfa að vera fjórir eða fleiri miðahafar í bíl.
Boðið verður upp á sérstakar hraðferðir Strætó frá þremur stöðum í borginni og beint niður í Laugardal. Þessar hraðferðir munu fara frá Háskólanum í Reykjavik, Mjóddinni og Strætóstoppitöðinni norðanmegin við Kringluna (hjá Orkunni).
Við mælumst til þess að fólk leggi á bílastæðinu við Sjóvá og fyrir aftan Verslunarskólann.
Sömu leiðir munu fara frá Laugardalshöll við Suðurlandsbraut og til baka eftir tónleika. Miðahafar á tónleikana fá frítt í þessar ferðir gegn framvísun miða.
 

Athugasemndir
Lesa meira