Connect with us

Fréttir

Bráðaþjónusta Hjartagáttar Landspítalans, lokar við Hringbraut

Sett inn:

þann

Bráðaþjónusta Hjartagáttar Landspítalans, lokar við Hringbraut

Landspítalinn vill vekja athygli á þvi að bráðaþjónusta Hjartagáttar Landspítala verður flutt frá Hringbraut til bráðadeildar í Fossvogi í 4 vikur í sumar.
Breytingin þýðir að sjálfsögðu enn meira álag á bráðamóttökuna í Fossvogi, sem er nú þegar umsetin.
Lokunin við Hringbraut gildir frá og með föstudeginum 6. júlí 2018 og opnað verður aftur við Hringbraut föstudaginn 3. ágúst.
Ástæða þessara breytinga er skortur á hjúkrunarfræðingum.  Hvorki hefur tekist að ráða nægilega margt fólk til sumarafleysinga, né eru stöður hjúkrunarfræðinga fullmannaðar.
Landsspítalinn  vekur jafnframt athygli á að heilsugæslan og Læknavaktin getur sumpartinn sinnt stórum hluta af því fólki sem leitar í dag til bráðamóttöku. Þar hafa opnunartímar verið að breytast og þjónustan að aukast, sérstaklega hjá heilsugæslunni.

Athugasemndir
Lesa meira