Connect with us

Neytendur

U.þ.b. 15% vextir á meðal neytendalánum hjá Aktiva – Vextir u.þ.b. helmingi lægri í banka

Sett inn:

þann

15% vextir á meðal neytendalánum en hægt að fá um helmingi lægri vexti í banka 

Skv. upplýsingum á vef Aurbjargar, kemur fram að lánafyrirtækið Aktiva er með hæstu vexti eða 14.95% og þá er miðað við að lántaki sé með meðal gott lánshæfismat hjá Credit info. Pei býður 12.85% vexti og svo Netgíró 12.7%, Aur 12.25% og Borgun 12% vexti.
Arion banki sem er inn í samanburðartöflunni býður hins vegar 8.64% vexti og munar þar með um helmingi nánast, á vöxtum hjá bankanum og hjá Aktiva sem er með lang hæstu vextina á 12 mánaða láni. Aktiva er einnig með hæsta hlutfall árlegs kostnaðar eða 28.2%

Ólafur Örn Guðmundsson og Þórhildur Jensdóttir, mastersnemar í verkfræði eru eigendur Aurbjörg.is  Fyrirtæki þeirra fer vandlega yfir samanburð á þeim lánamöguleikum sem að eru í boði á Ísland og hægt er að smella á slóð hér að neðan sem að birtir myndrænar niðurstöður.  https://aurbjorg.is/#/lan/neytendalan
Sjá einnig:
43 debet- og kreditkort sem standa neytendum til boða á Íslandi. Nákvæm úttekt

Athugasemndir
Lesa meira