Connect with us

Afþreying

Sænskar kjötbollur Ikea, ekki sænskar, heldur tyrkneskar

Sett inn:

þann

,Allt líf mitt hefur verið lygi” segir neytandi “sænsku” kjötbollanna


Á hverjum degi selur Ikea um tvær milljónir af kjötbollum í verslunum IKEA um allan heim, en núna er deilt um það hvort að sænksu kjötbollurnar séu upprunnar frá fæðingarstað Ingvars Kamprad. En því hefur verið haldið fram að þær séu upprunalega frá fæðingarstað hans í Svíþjóð, En kannski eru ”sænsku kjötbollurnar ekki sænskar, heldur tyrkneskar?”.
Sænsku kjötbollurnar sem að Ikea selur í öllum verslunum sínum, eru ekki gerðar eftir sænskri uppskrift. Í reynd er uppskrift þeirra byggð á uppskrift sem að Karl XII konungur Svíþjóðar kom með heim til Svíþjóðar frá Tyrklandi í byrjun 18. aldar. Skv. nýjustu fréttum.

Vefsíðan Sweden.se er studd af sænskum fyrirtækjum og opinberum aðilum í Svíþjóð, svo sem utanríkisráðuneytið og menningarmála-ráðuneytið og veitir opinberar upplýsingar og staðreyndir um Svíþjóð og þar er þetta stóra kjötbollu mál krufið.
Svíar og Tyrkir hafa átt í viðræðum um málið og mest megnis á léttum og gamansömum nótum. Sænskur maður af tyrkneskum uppruna skrifar, ,,Allt líf mitt hefur verið lygi”.
Annar skrifar að Tyrkir eiga ekkert að vera að deila ljúffengum réttum sínum með sænska félögum sínum. Og fleiri tyrkir hvetja Ikea að byrja að nota upprunalega nafn réttarins, ,,Köfte”.
En eins og venjulega eru sérfræðingar ósammála. Svenska Dagbladet hefur rætt við sagnfræðinginn Richard Tellström sem að segir að kenningin haldi ekki vatni.
,, Nei, þetta er ekki rétt söguskýring, ef einhver tengir Karl XII við kjötbollurnar, þá er það söguleg óskhyggja. Hann segir að orðið “kjötbollur” sé fyrst sagt í kokkabók árið 1755. Það nafn á mat er óþekkt þegar Svíar byrjuðu að elda kjötbollur, eins og við þekkjum það í dag. Þær kjötbollur sem að við þekkjum og eru eldaðar í dag, koma frá síðari hluta 19. aldar, segir Tellström. Deilan um uppruna kjötbollanna er ekki enn útkljáð og stríðið heldur áfram.

Tyrkneska fjölmiðlar hafa einnig rætt stóra kjötbollu málið og túlkað það sér í hag og eigna sér heiðurinn af kjötbollunum og styðja það m.a. með þeim rökum að konungurinn Karl XII hafi einnig flutt aðrar tyrkneskar vörur heim til Svíþjóðar, eins og kaffibaunir og hvítkál.
Hvað sem öðru líður, þá eru til góðar heimildir um kónginn Karl XII sem var uppi á árunum 1682 til 1718 og eyddi þar af nokkrum árum í útlegð í Ottoman ríki. Hann dó í norræna stríðinu árið 1718, þegar svíar reyndu að ráðast inn í Noreg.

Karl XII, var fæddur 17. Júní 1682 og andaðist 30. nóvember 1718, í Fredrikshald í Noregi, hann var konungur Svíþjóðar frá 1697 til dauðadags. Mestum valdatíma sínum eyddi hann í ”The Great Northern War”, þar sem hann reyndi að verja heimsveldi, en þrátt fyrir hæfileika hans sem konungur og góðan árangur, missti hann að lokum fór næstum alla landvinninga sína.
Hann efldi m.a. lögfræðilegar og ríkisfjármállegar umbætur. Karl tók öll völd yfir Svíþjóð aðeins 15 ára. Hann var yfirmaður og höfðingi sænska hersins í stríðinu gegn Danmörk, Noregi, Póllandi og Rússlandi, sem hófust árið 1700. Forysta hans og taktísk færni sem að stuðlaði að fyrstu sigrum sænska hersins í stríðinu, og 1706 hann hafði lagt undir sig næstum alla óvini sína, auk Rússlands. En árið 1707, leiddi hann sveitir sínar í herferð gegn Rússlandi, sem endaði með ósköpum með ósigrum í Poltava og Perevolotnya, sem varð til þess að hann varð að flýja til Tyrklands, þar sem hann var í útlegð.
Hann var þar í fimm ár, uns hann sneri aftur til Svíþjóðar til að berjast á við Danmörku og Noregi. Eftir tvær árangurslausar herferðir, var hann þann 30. nóvember, 1718, skotin til bana í  ”Fredriksten umsátrinu”. Svíþjóð tapað stríðinu.

Athugasemndir
Lesa meira