Connect with us

Lífsstíll

Spákaupmennska – Málverk, mynt og frímerki

Sett inn:

þann

Á föstudegi þegar að allir hafa fengið útborgað og eru með þykk launaumslög bólgin af peningum, þá fara þeir sem ekkert fjármálavit hafa, beint í Costco og eyða öllu þar. því að þar er allt svo billegt og menn eru endalaust að græða eða þar til að buddan er tóm.

Hinir sem að hugsa fram í tímann, fara á Bland.is og gera góða fjárfestingu þar sem að hagnaðarvon er í framtíðinni.
Menn gera þar framtíðar fjárfestingar af yfirvegun og hyggjuviti. Þar er hægt að kaupa bæði listaverk, gamlar myntir, frímerki og margt fleira sem að hægt er að selja með miklum hagnaði síðar eða jafnvel strax á e-bay. Átta  peningaseðlar voru t.d. seldir á dögunum á uppboði hjá Rassmusen í Köben á rúmar 8.000.000 kr.  Pælið í því og endalaust er krónan töluð niður! Þetta var bara klínk!
Allt getur gerst. Hér er t.d. tækifæri þar sem að hægt er að slá tvær flugur í einu höggi, þ.e. að kaupa næstum 100 ára gamalt málverk sem var málað á þeim stað sem að prýddi 100 króna seðilinn um miðja síðustu öld.

,,Listaverkið er málað í Þjórsárdal (af svæðinu sem er aftan á eldgamla hundrað króna seðllinum þar sem að kindur eru reknar niður hlíðina en þar er vegur nú ). Málverkið er meter á breidd og 65 sentimetrar á hæð. Tekið er hæsta boði en sett er á það aðeins 190.000 krónur og verkið verður 100 ára eftir rúm tíu ár.”  Pottþétt fjárfesting!

Svona fallegt næstum 100 ára gamalt olíumálverk sem er einn meter á breidd og 65 cm. á hæð ætti að fara á margar milljónir á uppboði ef að ómerkilegir og ógildir pappírsseðlar sem að gefnir voru út löngu eftir að málverkið var málað eru að fara á rúmar átta milljónir.
Það eru ekki allir spákaupmenn en m.v. fersentimetrafjölda seðlanna, ártal verksins og fermetra þess og vísitölur. Þá mundi ég frekar eiga verkið en að gefa það á 190 þús.
En það er kannski kauptækifæri hér á ferð ?
https://bland.is/til-solu/heimilid/stofa/u-th-b-aldar-gamalt-malverk-til-solu/3723463/
 
 
 

Athugasemndir
Lesa meira